Takk fyrir okkur !

Það varð enginn fyrir vonbrigðum sem mættu í keppnina í Álfsnesi í gær. Sól, nánast logn og brautin í frábæru standi.Reynir var búin að leggja mikla vinnu í brautina í vikunni þar sem hann breytti brautinni rosalega og bætti við nýjum köflum. Brautin gat því tæplega verið betri. Yfir 60 keppendur voru skráðir til keppni í nokkrum flokkum, C flokkurinn var gríðarlega flottur og gaman að sjá svona mörg ný andlit að keppa, við vonum að þeir haldi áfram að keppa á næstu árum.

Landsliðsmennirnir sýndu kynþokkafulla takta í startinu þar sem þeir sáum 5/15 sek spjaldið og að fella hliðin. Að því loknu máttu þeir hlaupa að hjólunum sínum og elta uppi hópinn.

Niðurstaða dagsins var frábær keppni í frábæru veðri og í frábærri braut.
Landsliðið fær öll keppnisgjöld í sinn skerf eða um 250.000 kr. koma sér örugglega vel í ferðasjóðinn.

Bestu þakkir allir keppendur, áhorfendur,  Reynir, Keli, Guggi, Guðný,  Dóri, Jón, Beggi, Svenni, Særós, Brjálaða Bína!! og allir aðrir sem hjálpuðu til.

Landsliðið þakkar fyrir sig !!!

Skildu eftir svar