Kári kom sá og sigraði … enn og aftur

Já, sigurinn hjá Kára var aldrei í hættu í dag. Hann sýndi glæsilegan akstur og rúllaði báðum umferðum upp með glæsibrag. Ingvi Björn var reyndar aldrei langt undan en hann var sá eini sem náði eitthvað að halda í við Kára. Hann keppir reyndar í ECC2 flokki á minna hjóli þannig að samkeppnin var kannski minni en ætla mátti.

Keppnin tókst mjög vel í dag þó keppendur hefðu mátt vera fleiri en rúmlega 60 manns tóku þátt. Veðrið var frábært hreinlega, logn og sól í allan dag. Brautin var enduro, þúfur og brölt allan tímann og litlar eða engar pásur. Víða komu holur og djúp för sem gátu breytt stöðu manna mjög hratt.

Í 40+ flokki voru að þessu sinni skráðir þrír heiðursmenn eldri en fimmtugt og fengu þeir sérstök 50+ heiðursverðlaun enda mennirnir að sýna okkur sem yngri eru frábært fordæmi með því að taka þátt. Þeir röðuðu sér svona í sæti:
1. sæti 50+ Jón H. Magnússon Ólafur Gröndal
2. sæti 50+ Ólafur Gröndal
3. sæti 50+ Elvar Kristinsson

Að síðustu viljum við þakka öllum sem tóku þátt og lögðu hönd á plóg við brautarlagningu, undirbúning og keppnishaldið í dag sem og öllum sem komu og fylgdust með – bestu þakkir fyrir stórskemmtilegan dag. Með þessari keppni lýkur keppnisdagatalinu 2012 og við í Vélhjólaíþróttaklúbbnum þökkum kærlega fyrir líflegt og skemmtilegt sumar.

Helstu úrslit dagsins voru sem hér segir: 

85 flokkur Fyrra nafn Eftirnafn Rd7 Sæti Stig Rd8 Sæti Stig Samtals stig
758 Sebastían Georg Arnfj Vignisson 1 100 1 100 200
20 Viggó Smári Pétursson 2 85 2 85 170
632 Gyða Dögg Heiðarsdóttir 3 75 3 75 150

 

B flokkur Fyrra nafn Eftirnafn Rd7 Sæti Stig Rd8 Sæti Stig Samtals stig
273 Ernir Freyr Sigurðsson 1 100 1 100 200
909 Sindri Jón Grétarsson 2 85 2 85 170
108 Robert Knasiak 3 75 3 75 150
877 Hafþór Már Benjamínsson 4 67 7 49 116
905 Viðar Þór Hauksson 6 54 5 60 114
616 Arnar Ingi Guðbjartsson 8 45 4 67 112
13 Jón Ágúst Garðarsson 7 49 6 54 103
326 Jökull Atli Harðarson 5 60 0 38 98
657 Ólafur Einarsson 11 40 8 45 85
260 Eyþór Gunnarsson 10 41 10 41 82
921 Eiríkur Arnar Hansen 13 38 9 42 80
107 Bartosz Ryszard Knasiak 12 39 11 40 79
994 Aron Berg Pálsson 9 42 0 36 78
839 Gunnar Óli Sigurðsson 14 37 0 39 76
883 Daniel Slawomir Wandachowicz 15 36 0 37 73

 

40+ flokkur Fyrra nafn Eftirnafn Rd7 Sæti Stig Rd8 Sæti Stig Samtals stig
72 Hjörtur Pálmi Jónsson 1 100 1 100 200
707 Sigurður Hjartar Magnússon 2 85 2 85 170
155 Birgir Már Georgsson 3 75 3 75 150
320 Brynjar Kristjánsson 4 67 4 67 134
771 Þórarinn M Stefánsson 5 60 5 60 120
61 Guðbjartur Stefánsson 6 54 6 54 108
564 Jósef Gunnar Sigþórsson 7 49 10 41 90
656 Gunnar Björnsson 13 38 7 49 87
871 Sveinbjörn Reyr Hjaltason 11 40 9 42 82
643 Jóhann Pétur Hilmarsson 9 42 11 40 82
756 Jón Hafsteinn Magnússon 10 41 13 38 79
563 Börkur Valdimarsson 12 39 12 39 78
862 Guðmundur Börkur Thorarensen 14 37 14 37 74
322 Ólafur Gröndal DNF 8 45 45
32 Birgir Guðbjörnsson 8 45 DNS 45
88 Grétar Sölvason DNS DNS 0
53 Elvar Kristinsson DNS DNS 0

 

Kvennaflokkur Fyrra nafn Eftirnafn Rd7 Sæti Stig Rd8 Sæti Stig Samtals stig
34 Signý Stefánsdóttir 2 85 1 100 185
25 Guðfinna Gróa Pétursdóttir 1 100 2 85 185
558 Brynja Hlíf Hjaltadóttir 3 75 3 75 150
688 Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir 4 67 4 67 134
132 Karen Arnardóttir DNS DNS 0
98 Björk Erlingsdóttir DNS DNS 0

 

Tvímenningur Fyrra nafn Eftirnafn Rd7 Sæti Stig Rd8 Sæti Stig Samtals stig
4 Atli Már / Gunnar 2 85 1 100 185
213 Helgi Már / Gunnlaugur K 1 100 2 85 185
54 Stefán G / Kristján 4 67 3 75 142
45 Árni Örn / Magnús 3 75 4 67 142
541 Bjarni / Svavar F. 5 60 5 60 120
14 Guðmundur H / Sigurður 6 54 6 54 108

 

ECC 2 Fyrra nafn Eftirnafn Rd7 Sæti Stig Rd8 Sæti Stig Samtals stig
19 Ingvi Björn Birgisson 1 100 1 100 200
12 Guðbjartur Magnússon 2 85 2 85 170
24 Jónas Stefánsson 3 75 3 75 150
291 Þorri Jónsson 4 67 4 67 134
35 Pétur Ingiberg Smárason 5 60 5 60 120

 

ECC 1 Fyrra nafn Eftirnafn Rd7 Sæti Stig Rd8 Sæti Stig Samtals stig
46 Kári Jónsson 1 100 1 100 200
10 Haukur Þorsteinsson 2 85 2 85 170
757 Gunnlaugur Rafn Björnsson 3 75 3 75 150
21 Örn Sævar Hilmarsson 4 67 DNS 67
298 Daði Erlingsson 5 60 DNS 60

Eins og einhverjir tóku eftir þá var tímatökukerfið ekki að spila með okkur í dag en einkennilegt sambandsleysi olli okkur töluverðum óþægindum. Endanleg úrslit þarf því að vinna nánar og birtast á næstu dögum.

Uppfært 10.sept kl 10.43:

Úrslit 7.umferð
Úrslit 7.umferð – flokkar
Úrslit 8.umferð
Úrslit 8.umferð – flokkar

4 hugrenningar um “Kári kom sá og sigraði … enn og aftur”

Skildu eftir svar