Brautarlagningu lokið

Við viljum þakka öllum þeim sem komu og hjálpuðu við brautarlagninguna í Bolaöldu í gærkveldi. Ca 15 manns voru við laganing fram yfir myrkur,og það var ekki laust við að maður hafi verið hissa að mæta Robert Knasiak og félögum ljóslausum í svarta myrkri á fullu að klára nokkra staði þegar að ég rúllaði síðasta hringin til að lengdarmæla hringin.

Hringurinn er 9.65km og er ekta Endurohringur þar sem hraði er kannski ekki mikil en alltaf nóg að gera og lítil hvíld.

Við hvetjum fólk til að koma í Bolaöldu á morgun og horfa á,það er góð veðurspá,fullt af berjum í móanum í kring ;=), og það er töluvert af góðum áhorfendastöðum nálægt húsinu okkar í Bolaöldu að þessu sinni.Einnig má búast við spennandi keppni þar sem að úrslit Íslandsmótsinns er langt frá því að vera úrkljáð.

Bolaalda keppni 2012
Brautin

Skildu eftir svar