Leiðrétting á úrslitum frá Akureyri

Þau leiðu mistök urðu við útreikning stiga í kvennaflokki að Signý sem kláraði ekki 1. moto fékk stig við útreikning stiganna en hefði átt að vera stigalaus. Með því lenti hún ranglega í þriðja sæti. Þetta var auðvitað ekki rétt. Þess í stað átti Einey Ösp Gunnarsdóttir að fá 3ju verðlaun í kvennaflokki. Við biðjumst afsökunar á þessu. Úrslitin á MyLaps hafa verið uppfærð.

Skildu eftir svar