Hefur þú verið spurð-ur !! Af hverju ertu í þessu sporti?

Eins og sést á myndunum hér fyrir neðan þá er þetta m.a ein af ástæðunum fyrir því að ég er í þessu sporti. Það er þvílíkur tegundarígur á milli manna og jafnan hart barist í brautinni þegar það ber uppá, menn jafnvel kítast þegar svoleiðis gerist. En þegar einhver lendir í vandræðum hlaupa allir til, alveg sama á hvaða tegund menn aka um á. Aron Ómars #66 lenti í því s.l Laugardag að slíta keðju í upphafi á tímatökunum. Það var ekki að spyrja að því, það komu menn úr Honda liðinu, KTM liðinu, Husqvarna liðinu, Kawasaki liðinu, Yamaha liðinu og að sjálfsögðu Suzuki liðinu og lögðu hönd á plóginn til þess að Aron kæmist út aftur til að klára tímatökuna. Gaman saman.

Husqvarna maðurinn að fylla á bensín og Honda maðurinn aðstoðar
Þarna voru sko "sérfræðingar" á ferð.
KTM, Honda og Kawasaki menn sveittir í að gera og græja saman,
Og þarna var Aron að renna af stað út í tímatökuna. Ekkert mál þegar margir hjálpast að.

Þakka Boggu Ómars fyrir myndirnar.

Óli Gísla.

Skildu eftir svar