Skráning í Unglingalandsmót hafin

Skráning í Unglingalandsmót UMFÍ er hafin á vef MSÍ. Keppnin verður haldin í glæsilegri braut Selfyssinga um verslunarmannahelgina.
Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
Púkaflokkur 65cc2t/110cc4t 11-12 ára
85cc flokkur 85cc2t/150cc4t 12-15 ára
MX Unglingaflokkur 15-18 ára

Keppt í bæði stráka og stelpuflokk í öllum flokkum, sér verðlaun fyrir yngri aðila í bæði 85cc og unglingaflokki

Keppnin er á sunnudeginum um verslunarmannahelgina, hjólaskoðun hefst kl 9:00, frekari dagskrá verður gefin út sennilega á morgun eða fimmtudag

Hægt er að skrá  sig í alla flokka inni á msisport.is nema púkaflokkinn, ef einhver hefur áhuga þar er best að hafa samband bara beint við Axel Sigurðsson í síma 6617743 eða axelsig404@gmail.com

Við hvetjum alla sem hafa aldur til, að skrá sig sem fyrst

Skildu eftir svar