Skráning í Selfoss-keppnina

Nú fer að styttist í að skráningarfrestur fyrir Selfoss keppnina renni út. Skráningunni lýkur á þriðjudagskvöld klukkan 21 á www.msisport.is

Það er kraftur í Selfyssingum um þessar mundir og brautin aldrei verið betri. Seinast var keppt í brautinni í Íslandsmóti fyrir nokkrum árum en í vetur hefur félagsstarfið tekið góðan kipp og mikil vinna lögð í brautina og umhverfi hennar. Marga hefur þurft til að koma þessu á koppinn og hefur bæjarfélagið og Ungmennafélagið snúið hressilega uppá rörið í vor.

Næstu keppnir eftir þessa verða svo Endúrókeppni á Egilsstöðum 28.júlí og svo verður aftur snúið á Selfoss því þar verður Unglingalandsmót um Verslunarmannahelgina.

Ein hugrenning um “Skráning í Selfoss-keppnina”

Skildu eftir svar