Opnun AÍH motocross brautar

Næst komandi laugardag, 9. júní, kl. 12 verður AÍH motocross brautin við Krísuvíkurveg (Rallýcrossbrautin) opnuð. Um er að ræða um 700 metra langa æfingarbraut og verður frítt í brautina þann daginn. Einnig verða pylsur og gos. Endilega koma og láta sjá sig, skoða brautina og hitta hjólafólk.

Stjórn torfærudeildar AÍH.

Úr Hafnarfirðinum

Athugasemdir

 1. yz450f segir:

  hvar verður þetta er ekki að ná staðsetninuni? :D hef aldrei komið þanna:) er hægt að gera kort :D ?

 2. admin segir:

  Hér er eitthvað, brautin er í rauða hringnum. Hægt er að smella á myndina fyrir stærri útgáfu.
  AÍH brautin er í rauða hringnum

 3. kgm segir:

  Það verður frítt í brautina – hvetjum alla til að kíkja við og taka hjólin (stór sem lítil) með. :)