Ólafsfjörður MX 2012

Þeir sem voru svo heppnir að skrá sig í MX Ólafsfjörður 2012 eiga von á þvílíkri skemmtun á morgun. Ég kíkti á brautina sl. Miðvikudag til að skoða aðstæður. Þeir sem tóku þátt í Klausturskeppninni haf fengið góða æfingu í sandkeyrslu en búast má við að MX keppnin verði þó heldur erfiðari. Helgi „Jarðýtugaurinn“ er vanur að koma með skemmtilega braut og mér sýndist á öllu að hann væri strax farinn að bæta og breyta pöllum ásamt fleiri viðaukum sem ættu að gera brautina enn skemmtilegri. Ekki mun veðrið skemma fyrir amk samkvæmt veðurspá. Góða skemmtun.

 

Ef vel er skoðað þá sést í pall sem verið er að vinna í.

Skildu eftir svar