Krakka skemmtikeppni Sunnudag 24.Júní!

Já þá ætlum við loksins að halda fyrstu skemmtikeppni ársins en þetta er fyrsta keppnin af þrem.  Þessi skemmtikeppni er fyrir krakka á aldrinum 3-12 ára eða fyrir þá sem ekki eru gjaldgengir í Íslandsmótið.

Við ætlum að vera með 3 flokka ( 50cc flokk, 65cc flokk & 85/150cc flokk). Við viljum endilega biðja fólk um að skrá sig á namskeid@motocross.is svo við sjáum hversu margir mæta, auðvita er líka hægt að mæta á staðinn og vera með.

Keppnin  fer fram á svæðinu okkar í Bolöldu á Sunnudaginn og er mæting kl 17:00

Verðlaun verða fyrir eftstu þrjú sætin í hverjum flokk fyrir sig og hver veit nema við grillum svo fyrir alla sem mæta í lok dagsins.

Skildu eftir svar