Bolaöldubrautir OPNA KL 17:00 í dag!!!! Fullkomið rakastig.

Bolaöldubraut um miðnætti í gær.

Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á stóru brautinni,  biðjum við ofurfríska hjólara að taka a.m.k einn rólegann skoðunarhring áður en jólagjöfin er sett í botn. M.a sem gert var: dropppallur, lengdir pallar, lækkaðir pallar, fjarlægðir pallar, hólar, vúbbsar, öldur, brattari lendingar, breikkun.  Allskonar bull í gangi.

Unglinga / byrjenda-brautin hefur líka fengið gagngera yfirhalningu nú verður hún keyrð í öfuga átt. Þar viljum við biðja foreldra að gefa smá af tíma sínum, rétt á meðan krakkarnir hjóla, labba um brautina hreinsa steina og það sem til fellur. Best væri að hreinsa alla steina meðfram brautinni líka til að ekki komi upp óhapp við útaf akstur hjólakappanna.

Munið eftir miðunum, enginn miði eða árskort á hjóli er brottvísun og langt bann.

Brautarstjórn

Skildu eftir svar