Vefmyndavél

Skráningarfrestur í fyrsta mótið af þremur í Suzuki bikarmótaröðinni rennur út kl.21 í kvöld…

Skráningarfrestur í fyrsta mótið af þremur í Suzuki bikarmótaröðinni rennur út í kvöld kl.21:00, eftir það verður ekki hægt að skrá sig.  Keppnin fer fram á fimmtudaginn 17 maí, sem er almennur frídagur, ef fólk skyldi ekki vita það.  Skráning er á vef MSÍ, www.msisport.is, fyrir utan þá sem ætla að skrá sig í nýliðaflokk en þá er nóg að senda póst á netfangið motocrossumfs@gmail.com.  Nú eru um þrettán keppendur skráðir og ég hreinlega neita að trúa því að þátttakan verði ekki meiri loksins þegar sett er á laggirnar alvöru bikarmótaröð.  Búið er að gera miklar breytingar á brautinni og taka út kafla undir startið sem snýr nú vestur plús að búið er að setja upp ráshlið af dýrari gerðinni, ekki ósvipuð og upp í Bolaöldu fyrir utan að startið er í mold en ekki steypu.  Einnig hefur brautin verið lengd nokkuð sem er breyting frá því sem var.  Það er fín spá fyrir fimmtudaginn nánast blankalogn og eru hitatölur á uppleið en spáin hljóðar upp á ca 8°C.  KOMA SVO!

2 comments to Skráningarfrestur í fyrsta mótið af þremur í Suzuki bikarmótaröðinni rennur út kl.21 í kvöld…

Leave a Reply