Endurókeppni 12.maí

Stund milli stríða í brautarlagningunni

VÍK hefur í samráði við áhugasama hjólara á Flúðum og fleiri fengið til afnota skemmtilegt keppnissvæði fyrir 1. umferðina í  Enduro Cross Country sem fram fer þann 12. maí.

Enduronefnd Vík ásamt Stjórn og heimamönnum fóru í gær og lögðu brautinna og er óhætt að segja að svæðið hafi boðið upp á mjög skemmtilega möguleika.

Brautin er góð blanda af grasi, börðum, skurðum, crossbraut og smá þúfukafla sem eiga öruglega eftir að vera mörgum keppendanum skemmtileg þolraun. Svæðið er nánast grjótlaust fyrir utan malarnámu sem keyrt er yfir en aðstaða til keppni er eins og best verður á kosið þar sem að pittur og start verða á grasbletti.

Brautinn sjálf er ekki mjög löng sirka 6-7 km og alls ekki hröð. Hún er einnig mjög áhorfendavæn þar sem að stór hluti hennar er innan seilingar við pittsvæðið.

Um leið og við þökkum heimamönnum og þeim sem hafa komið að þessu með okkur þá skorum við á áhugasama Enduronörda að taka þátt í þessu með okkur og skrá sig tímalega á heimasíðu MSÍ,en þessi keppni bíður t.d. upp á tvímenningskeppni sem er mjög sniðug fyrir t.d. þá sem ætla að keppa á Klaustri.

Við bendum einnig á það að í alla flokka nema A-Flokk þarf ekki að eiga tímatökusendi, það er notuð bóla.

Frá Flúðum

Það var tekið smá Helmet cam af brautinni í gær,við reynum að koma því kannski inn á vefinn um helgina.

Skildu eftir svar