Farið varlega um landið!

Rekstrarstjóri Bláfjalla og góðvinur mótorhjólamanna hafði samband í morgun og vildi koma ábendingu á framfæri um að hjólamenn færu varlega um landið. Eftir helgina sjást för á viðkvæmum stað ofan við brekkuna á veginum upp í Bláfjöll. Þar hafa hjólamenn verið á ferð í snjó ofan við Sandfellið upp á Bláfjallaveg en lent í vandræðum og farið út í mosann. Förin sjást vel frá veginum og eru hjólamönnum til skammar, því miður. VÍK vill því árétta að menn haldi sig á slóðum og löglegum svæðum og beri virðingu fyrir náttúrunni og öðru útivistarfólki. Utanvegaakstur kemur okkur öllum illa 🙁

Skildu eftir svar