Bolaöldubrautir.

Það var mikið fjör í brautunum í dag. Vökvunin í gær gerði það að verkum í dag að rakastigið var flott. En til að hægt sé að halda brautinni í góðu  standi verður hún LOKUÐ á morgun Mánudag. Opnum aftur kl 10.00 – 18:00 á þriðjudag. Miðvikudag Opið 15:00 til 21:00. LOKUÐ eftir það fram yfir mót á Laugardag.

Vinnudagur verður í brautinni á Fimtudagskvöld. Þá þarf að taka til hendinni á svæðinu og líka að aðstoða við brautarlagfæringu. Nú er komið að því að allir hinir ritlipru bretti upp ermar, mæti á vinnukvöld og sýni kvernig á að gera þetta.

Vinnukvöldið er frá kl 18:30 – 21:00.   Minnum á að skráning í keppnina rennur út á miðnætti annað kvöld.

Sjáumst hress og kát.

Skildu eftir svar