Íslandsmótið í Íscrossi – 2. og 3. umferð

mynd: Kristján Skjóldal
Íscross

Eins og menn vita fór fyrsta umferðin í Íslandsmótinu í Ískrossi fram á Leirutjörn við Akureyri um þarsíðustu helgi, en það hefur ekki gengið þrautalaust að ná keppni á suð-vesturhornið vegna veðurs og aðstæðna. MSÍ leggur mikla áherslu á að Íslandsmótið verði klárað, en til þess þarf að keyra a.m.k. þrjár umferðir. Í ljósi þess mikla ferðakostnaðar sem við búum við í dag, þá hafa MSÍ og Akstursíþróttafélag Mývatnssveitar komist að samkomulagi um að 2. og 3. umferð Íslandsmótsins í Ískrossi fari fram á Mývatni helgina 17-18 mars n.k.
2. umferðin verður keyrð laugardaginn 17. mars á Stakhólstjörn og 3. umferðin verður svo keyrð sunnudaginn 18. mars, líklega í Álftabáruvogi.
Þessa helgi fer fram hið margumtalaða Mývatnssmót, sem er ein allsherjar vetraríþróttaveisla.

Dagskráin verður á þessa leið:

Föstudagurinn 16/3

  • 14:00 Samhliðabrautakeppni á vélsleðum við Kröflu
  • 16:00 Fjallaklifur (Hillcross) á vélsleðum við Kröflu
  • 20:00 Snjóspyrna á vélsleðum við Skútustaði

Laugardagurinn 17/3

  • 09:00 Ískross á vélhjólum við Skútustaði (2. umf. Íslandsmótsins)
  • 14:00 Sno-Crosscountry á vélsleðum (2. umf. Íslandsmótsins)

Sunnudagurinn 18/3

  • 10:00 Ískross á vélhjólum við Skútustaði (3. umf. Íslandsmótsins)

Verið velkomin í Mývatnssveitina. F.h. stjórnar MSÍ og AM Stefán Gunnarsson

Skildu eftir svar