Mika Ahola fallinn frá

Mika Ahola

Fimmfaldur heimsmeistari í Enduro, Mika Ahola, er fallinn frá. Mika kom frá Finnlandi og var 37 ára þegar hann lést eftir mikil innvortis meiðsl sem hann hlaut á æfingu nærri Barcelona um helgina.

Mika hafði tilkynnt fyrir um tveimur vikum að keppnisferli hans væri lokið þar sem hafði ekki lengur áhuga á að vera í toppbaráttunni. Hann sagðist hafa náð öllum sínum takmörkum og tími væri kominn til að sjá hvað heimurinn hefði uppá að bjóða.

Mika var 7 sinnum í sigurliði í ISDE Six days keppninni fyrir hönd Finnlands.

Skildu eftir svar