Dakar 2012 Dagur 3

Cyril Despres

Dagleið 3ja dags var 561km og hluti af henni fór ansi hátt uppí fjöllin með tilheyrandi þunnu lofti og nýr maður Cyril Despres(KTM) komin í forustu.

Hann sagði eftir komuna í mark „það skrítna við svona rall er að oft veistu ekki hvort þú hafir átt góðan dag eða ekki fyrr en allir eru búnir. Þegar ég átti um 10 km eftir þá fann ég að þetta hafði verið ansi erfiður dagur. Ég byrjaði illa í morgun með því að rífa illa fingurnögl þegar ég var að fara í stígvélin mín, svo eftir ca.160km fór áttavitin minn að klikka og þegar um 70km voru eftir í tæknilegum og hlykkjóttum uppþornuðum árfarvegi skemmdi ég bremsudisk að aftan.

Þetta eru allt atriði sem geta kostað þig tíma svo ég var mjög undrandi þegar ég tók eftir því að það voru mótorhjólaför á undan mér, einnig tók ég eftir því að það var þyrla að sveima yfir mér en ég var ekki viss fyrr en ég kom yfir endalínu að ég trúði því að ég væri fyrstur í mark. Að sjálfsögðu er ég mjög glaður með það en ég er búin að vera svo lengi í þessu að ég veit að það er ennþá löng leið í lokamarkið“

Marc Coma(KTM) lenti í vandræðum þar sem leið mótorhjóla og bíla aðskildust en hann las rangt í leiðarbókina og fór 8km inná leið bílanna áður en hann áttaði sig á mistökunum og tapaðu miklum tíma á þessum mistökum, fram að því höfðu þeir félagar verið á nánast sama tíma við 160km markið

Sérleið dagsins var nefnilega ekki sú sama fyrir hjólin og bílanna, meðan hjólin fóru um 270km sérleið uppí fjöllin héldu bílarnir sig við 208km sérleið neðan við fjöllin.

Amerikaninn Alexis Quinn Cody(Honda) kom í fylgd spánverjans Juan Garcia Pedrero(KTM) að tímahlið 3 eftir að hafa fallið rétt áður, fljótlega vinkaði hann einni læknaþyrlunni og kom þá í ljós að hann væri líklega viðbeinsbrotin og með smávægilega höfuðáverka og dró hann sig þar úr keppninni

Fer nú amerikönum fækkandi því Jonah Street(Yamaha) féll úr keppni í gær eftir vélarbilun.

En ein gleðifrétt, frakkinn Sebastien Coue(Yamaha) sem fannst meðvitundarlaus í sandöldum á degi 2 vaknaði úr dái í dag og er allur að hressast og segja læknar að hann muni ná sér að fullu en keppnin fyrir þetta ár er búin.

Annars er staðan eftir dag 3 sem hér segir:

1.Cyril Despres(KTM)

2.Marc Coma(KTM) +10m12s

3.David Casteu(Yamaha) +17m16s

4.Francisco Lopes(Aprilia)

5.Helder Rodrigues(Yamaha) +19m49s

6.Paulo Goncalves(Husqvarna) +26m00s

 

Norski frændi okkar Pal Anders Ullevalseter(KTM) er í smá basli og er í 29 sæti eftir að hafa fengið á sig 40m refsingu.

 

Í fjóhjólaflokki er mikil barátta, í fyrsta tímahliði á sérleið hjólana voru þeir Patronelli bræður, Marcos og Alejandro og Tomas Maffei allir á Yamaha nánast á sama tíma en forustumaðurinn Sergio La Funete(Yamaha) hafði tapa miklum tíma og var eftir 160km orðin rúmum 9 mínutum á eftir fyrsta manni.

Alejandro Patronelli(Yamaha) sagði þegar hann kom í mark „leiðin í dag var erfið, jafnvel mjög erfið á köflum með ýmsu sem við höfðum ekki séð áður. Sumar brekkunar voru svo brattar niður að það dugði varla að standa á bremsunum en þetta var mögnuð leið með stórjostlegu útsýni á köflum. Þetta er skemmtilegt Dakar, mikil barátta“.

Bróðir hans, Marcos Patronelli(Yamaha) sagði við komuna í mark „það var margt sem fékk mann til að þjást á leiðinni, aðrir keppendur voru ekkert að trufla mig, maður hjólar á sínum hraða, eins hratt og við komumst, við komumst bara ekki hraðar. Það er allt pínt til hins ýtrasta, maður gleymir sér alveg og kíkir ekki einu sinni eftir andstæðingum, ég áttaði mig ekki einu sinni á því að ég hefði verið á betri tíma en Tomas Maffie(Yamaha).

Mig er farið að þyrsta í sigur, ekki unnið neitt lengi“.

Staðan í fjórhjólaflokki eftir dag 3 er sem hér segir:

1.Alejandro Patronelli(Yamaha)

2.Marcos Patronelli(Yamaha) +0m55s

3.Tomas Maffie(Yamaha) +2m41s

4.Lucas Bonetto(Honda) +36m18s

5.Luis Henderson(Honda) +39m41s

6.Sergio La Fuente(Yamaha) +52m44s

 

Dakarkveðja

Dóri Sveins

www.slodavinir.org

Skildu eftir svar