Dakar 2012 Dagur 2

Marc Coma

Dagur tvö er nú búinn en leið dagsins var 782km og þar af 295 km sérleið og var það forystumaður gærdagsins Francisco ´Chaleco´ Lopes(Aprilia) sem fór fyrstur af stað inná leiðina.

Fyrstu 170km voru frekar auðveldir, hraðir og góðir yfirferðar en eftir það breyttist leiðin í að vera hlykkjótt og grýtt og endaði svo að vera ansi óslétt og í gegnum sandkafla.

Eins og áður þá eru alltaf sviptingar á toppnum á þessum fyrstu dögum en Marc Coma(KTM) sýndi það í dag að það er engin tilviljun að hann sigraði Dakar í fyrra, tók hann forustu í dag.

Coma sagði eftir daginn „við Chaleco voruð að hjóla á hámarkshraða og trúðu mér, þetta Aprilia er ansi hraðskreitt! Eftir að við komum að sandinum þá varð þetta tæknilegra og reyndi meira á rötun þá jókst bilið milli okkar. Ég er ánægður með að ég villtist ekki svo þetta var góður dagur fyrir mig.“

Með þessum sérleiðar sigri jók hann bilið milli sín og helsta keppinautar síns Cyril Despres(KTM) en hann var aðeins 13 af stað í dag eftir brösótt gengi í gær en gekk mun betur í dag.

Hinn þrefaldi sigurvegari Cyril Despres(KTM) sagði „fyrsta sérleiðin var góð upphitun og þessi önnur sérleið hefur bara aukið sjálfstraust mitt, þetta var góður dagur í heildina.“

Það er samt spánverjinn Joan Barreda Bort(Husqvarna) sem sýndi og sannaði sig vel í dag en með fantagóðum akstri hann skaust uppí 3ja sæti rúmri 2 og hálfri mínutu á undan forustumanni gærdagsins.

 

Staðan eftir dag 2 í hjólaflokki er því sem hér segir:

1.Marc Coma(KTM)

2.Francisco Chaleco Lopes(Aprilia) +2m30s

3.Cyril Despres(KTM) +2m:52

4.Jakub Przygonski(KTM) +4m52s

5.Joan Barreda Bort(Husqvarna) +8m16s

6.David Casteu +8m26s

 

Í fjórhjólaflokknum kom en og aftur nýliðinn Sergio La Fuente(Yamaha) á óvart en hann sigraði aftur í dag og er farin að byggja upp ágætis forskot á sigurvegarar síðasta árs Alejandro Patronelli(Yamaha), er komin með rúmlega 6 og hálfa mínutu í forskot

Rúmum 3 mínutum eftir honum kemur svo Tomas Maffie(Yamaha)

Í 4 sæti kemur svo hinn Patronelli bróðirinn en hann er tvöfaldur Dakar sigurvegari, vann 2009 og 2010 en hann er tæpum 10 mínutum á undan nýliðanum og yngsta keppandanum Lucas Bonetto(Honda)

 

Staðan eftir dag 2 í fjórhjólaflokki er því sem hér segir:

1.Sergio La Fuente(Yamaha)

2.Alejandro Patronelli(Yamaha) +6m34s

3.Tomas Maffie(Yamaha) +9m42s

4.Marcos Patronelli(Yamaha) +9m48

5.Lucas Bonetto(Honda) +20m27s

6.Christophe Declerck(Polaris) +28m13s

 

Með Dakarkveðju

Dóri Sveins

www.slodavinir.org

Skildu eftir svar