Vefmyndavél

MX Unglinga – er skynsamlegt að gera breytingar?

Á motosport.is er umfjöllun um þá spurningu ,sem félagar okkar í Svíþjóð velta fyrir sér í dag, þ.e.a.s. hvort banna eigi hjól með fjórgengisvélum í MX unglinga.  Eins og fram kemur í umfjölluninni á motosport.is eru það tíð dauðaslys í þessum flokki í Svíþjóð sem gera það að verkum að þessi hugmynd er til skoðunar nú í fullri alvöru.  Umræðan í Svíþjóð ætti að vekja okkur til umhugsunar um öryggismál og annað sem tengist íþróttinni á Íslandi og verður fróðlegt að fylgjast með því hvert umræðan mun leiða okkur.

Í þessu samhengi er gaman að rifja upp að haustið 2010 var send til MSÍ tillaga að breyttu fyrirkomulagi varðandi
flokkaskiptingu í Motocross. Samkvæmt tillögunni var lagt til að í MX unglinga væri einungis  heimilt að aka á hjólum með 2T vél 122cc-150cc. Aðal rökin fyrir tillögunni voru að draga úr slysahættu í MX unglingaflokki ásamt því að lækka rekstrarkostnað keppenda verulega.  Samkvæmt upplýsingum frá formanni MSÍ var tillagan tekin fyrir á formannafundi MSÍ 13. nóvember 2010. Tillagan fékk ekki jákvæðar undirtektir án þess að sú niðurstaða hafi verið rökstudd frekar.

Tillagan í því formi sem hún var send MSÍ er hér að neðan.

 

„Efni: Tillaga að breyttu fyrirkomulagi varðandi flokkaskiptingu í motocross

 

Lagt er til að gerð verði eftirfarandi breyting á reglum um MX-unglingaflok fyrir keppnistímabilið 2011.

Vélastærðir eru eftirfarandi 122cc – 150 cc mótor 2T . Dekkjastærð að lágmarki 18” að aftan og 21” að framan. Aldurstakmark ekki yngri en á fjórtánda ári og ekki eldri en á átjánda ári. Í upphitun er tímataka, þeir 30 keppendur sem verða með bestu tímana flokkast inn í MX unglingaflokk. Verðlaunað fyrir 3 efstu sætin. Einnig eru veitt verðlaun fyrir 3 efstu sætin í aldurshópi 14 til 15 ára, keppandi sem lendir í 3 efstu sætunum yfir heildina er ekki gjaldgengur til þessara verðlauna.

Helstu rök :

  • Léttari hjól eru viðráðanlegri fyrir stærri hóp ungra keppenda og þar af leiðandi er slysahætta minni yfir heildina.
  • Rekstrarkostnaður MX-hjóla með 2T vél er umtalsvert lægri en MX-hjóla með 4T vél. Munar þar tugum %.
  • Stofnkostnaður við hjól með 2T vél er að jafnaði um 20% lægri en stofnkostnaður við hjól með 4T vél.
  • Hár rekstrarkostnaður MX hjóla heldur mörgum áhugasömum frá þátttöku í MX keppnum.
  • Með því að lækka heildarkostnað við keppnisþátttöku má gera ráð fyrir að fleiri heimili treysti sér til að styðja við keppnisþátttöku sinna unglinga.
  • Í Evrópu er fyrirkomulagið víðast hvar eins og að framan er lagt til að verði hér á landi frá        2011 og eru helstu rökin fyrir fyrirkomulaginu minni slysahætta og mun lægri rekstrarkostnaður sem styður á jákvæðan hátt við nýliðun í íþróttinni.

Á nýliðnu keppnistímabili var meirihluti hjóla í MX-unglingaflokki með 4T vél. Ef framangreind breytingatillag  fær brautargengi má gera ráð fyrir að hluti keppenda sem vill ekki breyta yfir í hjól með 2T vél muni flytja sig upp í MX2 en í þeim flokki voru tiltölulega fáir keppendur á nýliðnu keppnistímabili.

Í MX keppnum 2010 voru 3-8 keppendur í MX-unglingaflokki á hjólum með 2T vél en restin á hjólum með 4T vél. Áætla mætti að ef breytingin næði fram að ganga myndi unglingaflokkurinn vera með um 10-15 keppendur fyrsta árið þar sem einhverjir keppendur sem eiga 4T hjól myndu velja að keppa í MX2 .

Síðan má gera ráð fyrir að fjöldi keppenda í flokknum aukist um leið og yngri keppendur koma upp úr 85cc flokknum en þess má geta að 4T hjól virðast vera að hverfa úr 85cc flokknum vegna hás  stofn- og rekstrarkostnaðar hjóla með 4T vél.  

Umtalsverður fjöldi 250 cc 4T hjóla er til í landinu en ljóst er að í mörgum tilfellum mun ekki svara kostnaði að halda þeim gangandi komi til vélarbilunar sökum kostnaðar. Margir þekkja sögur af vinum og kunningjum sem hafa staðið frammi fyrir varahlutakostnaði í 4T vél upp á 3-500 þúsund. Það eru fá heimili sem ráða við viðhaldskostnað af þeirri stærðargráðu. 

Framangreind tillaga er hér með lögð fram til umræðu og afgreiðslu hjá MSÍ.

 

Virðingarfyllst

 

Haraldur Ólafsson“

Leave a Reply