Heimsóknir í brautir að hausti. Ólafsfjörður 26.09.11

Greinarritari var á ferð um landið í September. Tuggan var tekin með og stefnt var á að prufa brautir ef tækifæri gæfist. Ólafsfjarðarbrautin var fyrsta brautin sem möguleiki var á að fara í. Brautinni virðist fá litla umhyggju en sandurinn er samt þannig að það er alltaf hægt að hafa gaman af honum. Brautin var vúbbsuð í drasl og pallar með sínu lagi. En það skipti engu máli ég náði samt að klára einn tank fyrir myrkur og hafði gaman af í flottu haustveðri, hafði líka brautina algjörlega útaf fyrir mig.

 

Skildu eftir svar