Glæsilegir krakkar á æfingum

Nú þegar Október mánuður er að klárast þá var planið að fara með krakkaæfingar inní Reiðhöllina en við ætlum að fresta því um einn mánuð þar sem veður og brautaraðstæður við Bolöldu eru 100% þessa dagana. Nóvember skráning á namskeid@motocross.is

Við erum búnir að hafa á bilinu 5-8 ökumenn á námskeiðum vetrarins í september og október, við viljum sjá fleiri krakka koma út að hjóla, við viljum sjá krakkana hjóla allt árið, þetta er ekki lengur sumarsport, við getum hjólað allt árið, auðvita er fólk með vissar áherslur og við viljum fá krakka sem vilja koma til þess að gera þetta 100% og við viljum líka fá krakka sem eru að koma að hjóla til að hafa gaman og njóta útiverunar ásamt því að fá tiltal í því sem það er að gera.

Það er mjög mikilvægt þegar farið er í brautina að æfingarnar séu gerðar rétt og að réttar æfingar séu framkvæmdar. Ef æfingarnar eru ekki gerðar rétt eykur það líkurnar á meiðslum og kemur í veg fyrir að settum árangri verði náð. Eitt af því sem við leggjum upp úr í Motocross þjálfun er að æfingarnar séu gerðar rétt.

Það er sannað að fólk nær allt að helmingi meiri árangri, á mun skemmri tíma, í æfingum með aðstoð þjálfara.  Það er sama hvaða markmið þú hefur, góð skiplagning og stuðningur er alltaf undirstaðan að árangrinum.

Farið verður í helstu grunnatriði í hjólatækni s.s. líkamsbeitingu, beygju og bremsutækni, stökkæfingar, öryggi í brautum og almenna umgengni við hjólið og aðra ökumenn. Þessi hópur fær létta leiðsögn sem byggir mikið á því að gera hjólið að skemmtilegu leiktæki. Áhersla verður á öryggi og að ökumaðurinn læri vel á öll grunn- og öryggisatriði hjólamennskunnar.

Búið er að ná samkomulagi við Reiðhöllina með æfingar í vetur, við komum til með að vera á Sunnudögum frá 16-18 æfingarnar verða skipt í tvennt 50-65cc verða frá 16-17 og 65-85cc verða frá 17-18. (Desember, Janúar, Febrúar & ½ Mars)

Fjárfestu í þínu barni, fjórar æfingar verða í Nóvember í Bolöldu frá kl 15-17, námskeiðið kostar 8.000.- Skráning er hafin á namskeid@motocross.is og skal þáttökugjaldið greiðast á sama tíma inná rkn: 0537-14-404974 kt: 060291-2099. Ökumaðurinn getur ekki byrjað námskeið nema  það sé búið að greiða fyrir það.

Ein hugrenning um “Glæsilegir krakkar á æfingum”

  1. Strákurinn minn er búinn að vera á æfingunum í Bolöldu síðustu 2 mánuði, og hvílíkar framfarir, allt annað að sjá hann keira, flott þjálfun, góðir þjálfarar, takk fyrir okkur

Skildu eftir svar