Vefmyndavél

Bryndís 5. í Svíþjóð

Bryndís Einarsdóttir varð í 5.sæti í fjórðu umferðinni í Sænska meistaramótinu í motocrossi í dag. Keyrt var við nokkuð erfiðar aðstæður eftir miklar rigningu um nóttina. Við þessi úrslit er Bryndís komin einnig komin í 5.sætið í stigakeppninni. Tvær umferðir eru eftir og verða þær báðar keyrðar í október.

Sá hræðilegi atburður átti sér stað í MX2 flokknum að 15 ára keppandi lést eftir að hafa dottið af hjólinu. Keppninni var aflýst og aðeins eina motoið í kvennaflokknum sem var klárað.

Leave a Reply