Vefmyndavél

Áttundi dagurinn á ISDE

Fjórði keppnisdagurinn er búinn og enn einn maðurinn dottinn út…

 

Dagurinn byrjaði aftur með úrhellisrigningu og niðrí pitt var nóg framundan. Ég kom fyrstur inn og þurfti að bæta tein í afturgjörðina og setja nýjan keðjusleða, ég náði að smella keðjusleðanum í og henda einni skrúfu áður en ég hljóp út í start, þurfti svo að klára að setja restina af skrúfunum í hinum megin við hliðið. Árni græjaði loftsíu og bremsuklossa, Daði þurfti lítið að græja og Stebbi skipti um bremsuklossa og strekkti á keðjunni.

Við komumst allir af stað á flottu róli og brunuðum eftir ferjuleiðinni upp á sérleiðina á skíðasvæðinu. Það var búið að blotna vel í brautinni og mikið drullusvað neðst í brekkunni. Því miður keyrði ég framhjá Daða stopp í miðjum drullupitti og seinna kom í ljós að hann hafði slitið keðju og gatað mótor og því úr leik… Og þá voru þeir þrír…

 

Við Árni komum á góðum tíma inn í fyrsta service en gamli villtist eitthvað á leiðinni og eftir að hafa brunað á ógnarhraða niður í service þegar hann áttaði sig var hann kominn með 4 mínútur í refsingu. Næst tók við löng ferjuleið með einum service á leiðinni. Leiðin var þó ekkert mjög erfið en það rigndi alveg nóg á okkur. Næsta sérleið var svo lengsta sérleiðin í keppninni og hún var alveg svakalega skemmtileg, en brautin fór um skóg, sand og drullutún og því allt að gerast ! Túnið var eins og skautasvell og var ótrúlegt að sjá suma keyra þetta í dauðabotni. Eftir stuttan service var ferjuleið að næstu sérleið sem var ógurleg sandbraut sem við keyrðum í gær líka. Þar var ég á mjög góðu róli þar til einhver pungur kom og keyrði mig niður. Árni tók flottann tíma í brautinni og gamli stóð vel fyrir sínu. Næsta ferjuleið lá svo niður í fyrsta service aftur en þá tók við annar hringur í þessar tvær sérleiðir. Þá gekk mér mun betur og bætti tímana helling, Árni hægði aðeins á sér en gamli bætti sig líka slatta. Á leiðinni var þó allskyns hasar og í service hjá Kára skipti ég um keðju enda keðjan alveg að verða búin. Árni skipti líka um keðjuhlekk í einum service-num.

 

Nú lá leiðin svo aftur á skíðasvæðið þar sem brautin var orðin alveg hrikaleg, þvílíka drulluspólið og allt í botni (eða því sem næst, hehe) ! Á leiðinni niður í loka service dagsins ætlaði ég að flýta mér aðeins til að geta undirbúið hjólið aðeins fyrir dekkjaskipti, það tókst þó ekki betur en svo að löggan sat fyrir mér á leiðinni ásamst svona 20 öðrum keppendum… Svínið tók sér allann tímann í heiminum til að skrifa niður sektina, ég sagðist að sjálfsögðu vera atvinnulaus því hér eru sektirnar launatengdar. Ég slapp því með minimum sekt 115 evrur… En verst var að ég tapaði dýrmætum mínútum og kom of seint inn í pitt eftir að hafa átt mjög góðan dag. Árni kom á tíma í service og pabbi þessum 4 mínútum seinna eftir villurnar um morguninn.

 

Ég græjaði afturdekk og bremsuklossa, Árni þurfti ekkert að græja og pabbi skipti um afturdekk og eitthvað smotterí. Þegar ég kom svo og ætlaði að skila hjólinu inn var ég tekinn í hljóðtest og mældist þá 0.6 yfir mörkum, þá tók við þvílíkur hasar en ég fékk 30 mínútur til að græja þetta, einhver Kani var þarna og lét mig fá einhverjar gúmmíslöngulufsur til að setja á pústið en það hafði virkað hjá þeim til að lækka hljóðið, það virkaði þó ekki betur en svo hjá mér en að hjólið mældist hærra. Þá var ekkert annað að gera en að rífa insertið úr, henda slatta af stálull inn og loka aftur, og viti menn ég slapp í gegn, fjúff ! Annar hefði ég nefnilega verið úr leik !

 

Eftir þenna hasar var pakkað saman í pittinum og haldið heim á sveitasetrið þar sem gírinn var tekinn í gegn og eftir matinn var tekið gott sauna session með kælingu í ánni á milli. Allt í rútínu 😉 !

 

Á morgun verður eins dagur nema að þeir ætla að sleppa skíðasvæðis sérleiðinni þar sem hún var orðin mjög illfær. Við höfum heyrt það frá liðunum að þessi Six Days keppni sé ein sú erfiðasta því hjólin eru komin í hengla hjá mönnum eftir aðeins 4 daga. Við sem eftir erum förum því að sofa með krosslagða putta um að hjólin haldi þetta út. Ég þarf þó að byrja morgundaginn á að pakka pústið uppá nýtt því ef ég er tekinn í test aftur og mælist yfir mörkum dett ég út. Árni og pabbi eru í góðum málum og því stefnan sett á góðan dag á morgun !

 

Biðjum að heilsa og haldið áfram að yfirfylla síðuna með commentum 😉

 

Kv. Jonni

1 comment to Áttundi dagurinn á ISDE

Leave a Reply