Enduro Skemmti- og styrktarkeppni VÍK og Hjartar Líklegs nk. laugardag 16. júlí

Síðasta sumar var haldin Enduro skemmtikeppni á vegum VÍK til að styðja við bakið á Hirti Líklegum þegar hjólinu var hans stolið. Afraksturinn af keppninni gerði honum kleift að endurnýja Huskann sinn. Á laugardaginn ætlum við að endurtaka leikinn en nú nýtur Blóðbankinn góðs af keppninni. Keppnin verður skemmtileg og fyrir alla, tveir keppa saman í liði sem dregið verður í á staðnum og keppnisfyrirkomulagið verður afslappað og skemmtilegt með óvæntum uppákomum. Nánari dagskrá er í mótun en við gerum ráð fyrir að keppni standi frá 14 til 16, hugmyndin er að bjóða upp á eitt og annað fleira fyrir krakka og jafnvel eitthvað gott í gogginn í lok dags. Skráning opnar hér á vefnum á næstu tímum – takið daginn frá! Meira síðar …
Uppfært! Skráning er hafin HÉR

6 hugrenningar um “Enduro Skemmti- og styrktarkeppni VÍK og Hjartar Líklegs nk. laugardag 16. júlí”

  1. Keppnin verður að mestu á slóðunum á neðra svæðinu – Hjörtur er ekki búinn að ákveða endanlega legu en það kemur í dag/morgun. Já, Helgi og Gulli verða á staðnum og setja upp þrautabraut ca 12.30 fyrir alla krakka sem mæta.

Skildu eftir svar