Fyrsti off road dagurinn búinn

Andreas Lettenbichler
Graham Jarvis átti mjög góðan dag og átti í engum vandræðum með sleipar aðstæður. Eftir daginn er hann með 21 mínútna forskot á næsta mann, sem er Andreas Lettenbichler. Erfiðasti partur dagsins var mjög bratt „dávn hill“ sem að reyndist mörgum keppendunum hættulegt, Letti slasaði sig á fæti en lét það ekki aftra sér. Jarvis var sá eini af keppendunum, sem reyndu að hjóla, sem ekki krassaði niður brekkuna, en margir þeirra höfðu vit á því að láta sig renna niður með hjólinu.

Jarvis sagði eftir þetta að hann myndi líklegast ekki reyna aftur að hjóla niður þessa brekku

Staðan eftir daginn:

Graham Jarvis, Husaberg

Andreas Lettenbichler, Husqvarna

Xavi Galindo, Husaberg

Chris Birch, KTM

Darryl Curtis, KTM

Skildu eftir svar