Fréttir frá RedBull RoManiacs

Ef Enduro-X kóngurinn sjálfur dettur, þá er brautin nógu erfið 🙂 - Taddy Blazusiak í smá dekkjabrölti í fyrra

Í Rúmeníu taka menn endúróið sitt alvarlega, eða öllu heldur fara þeir aðeins yfir strikið og keppnirnar þeirra jaðra við að vera of krefjandi. Red Bull RoManiacs er stærsta keppnin í Rúmeníu og þó víðar væri leitað. Keppnin er sem sagt hvað frægust fyrir að vera svakaleg og við Íslendingar eigum einn sem er búinn að vera háður þessu adrenalínskikki í nokkur ár. Dóri Bjöss er á leiðinni út og ætlar að senda okkur nokkra pistla og myndir á meðan á ferðinni stendur.

Keppnin hefst 16.júlí og stendur yfir í 5 daga. Búast má við 180 keppendum og fjölmörgum áhorfendum.  Í spjalli við vefstjóra sagði Dóri að þetta væri hans fjórða RBR keppni en í þetta skiptið léti hann duga að vera bara starfsmaður. 2007 tók hann þátt og kláraði þá 3 og hálfan dag af fjórum í þessari erfiðu keppni. „Það er rosalega skemmtileg stemming í kringum þessa keppni og mikið af sama liðinu sem mætir ár eftir ár til að hjálpa til við keppnina. Og þó svo að ég verði ekki að keppa þá verður þetta engin lúxus ferð, ræs fyrir 6:00 alla morgna og mikið púl“

Skildu eftir svar