Flöggun í 3. umferð Íslandsmótsins í MX – Sólbrekka

Á morgun, laugardaginn 23. júlí, fer fram 3. umferðin í Íslandsmótinu í Moto-Cross í Sólbrekkubraut. Sama fyrirkomulag verður varðandi flöggun og var í Álfsnes keppninni, þ.e. að keppendur muni sjá um flöggun á ákveðnum pöllum.  Sólbrekkubraut er hins vegar með mun fleiri flaggstaði en Álfsnes og því verður hver keppandi, annað hvort sjálfur eða einhver fyrir hans hönd, að flagga í 3 Moto-um. Við skoðun á morgun fær hver keppandi blað sem hefur að geyma upplýsingar um hvenær og á hvaða palli viðkomandi þarf að flagga. Eins er uppdráttur af brautinni, dagskráin sjálf og númer á Moto-um á blaðinu. Flaggstaðir sem merktir eru með svörtum hring eru þeir staðir sem keppendur munu flagga á.

Það er gífurlega mikilvægt að keppendur (eða aðstandendur fyrir þeirra hönd) sinni þessu hlutverki samviskusamlega. Keppnin getur ekki hafist fyrr en allar flaggara stöður eru mannaðar. Ekkert væl og höfum gaman að því að hjálpa til 🙂
Þegar öllu er á botninn hvolft þá þarf einhver að flagga þegar við erum sjálf að keppa…

Bestu kveðjur,
Keppnisstjórn

2 hugrenningar um “Flöggun í 3. umferð Íslandsmótsins í MX – Sólbrekka”

  1. Er rétt að fresta eigi keppni kannski fram á sunnudag því það sé svo mikið mál að vökva brautina???

Skildu eftir svar