Vefmyndavél

Viltu selja – viltu kaupa pláss á Klaustri?

Hverjum og einum er frjálst að gera það sem hann vill með sæti sitt á Klaustri.  Menn geta t.d. gefið frænku sinni plássið, geymt það til öryggis fram á síðustu stundu eða þá selt Gísla í húsinu á móti.  Eina sem þarf að passa er að tilkynna um breytingar á skraning@msisport.is og gefa þá upp fullt nafn og kennitölu þess sem er að hætta við og þess sem tekur við.

Þeir sem vilja selja en hafa ekki kaupanda geta sent inn upplýsingar á skraning@msisport.is og boðið plássið til sölu.  Sömuleiðis geta þeir sem vilja kaupa einnig sent inn beiðni á sama netfang.  Á báða bóga gildir „fyrstur kemur fyrstur fær“.  Þannig munu fyrstu tvö plássin sem boðin eru til sölu í tvímenningi verða seld þeim sem fyrstur biður um pláss fyrir tvo í tvímenningi.

SVONA GERIR ÞÚ:
Sendu póst á umrætt netfang með í Subject:VIL SELJA:  <og svo lýsing á því sem þú vilt selja>“.
Í skeytinu þarf að koma fram fult nafn þess/þeirra sem eiga plássin sem er verið að selja ásamt kennitölu þeirra.
Þá þarf að gefa upp símanúmer þess sem sendir skeytið svo kaupandi geti haft samband og gengið frá kaupunum.

Sömuleiðs senda þeir inn sem vilja kaupa og setja þá í Subject: VIL KAUPA: <..og svo lýsing á því sem þú vilt kaupa>.´
Á sama hátt skal svo gefa upp fullt nafn allra kaupenda ásamt kennitölu OG símanúmer þess sem sendir skeytið.

Þessi markaður verður opinn TIL MIÐNÆTTIS n.k. SUNNUDAG.  Eftir það verður lokað á þátttökulistann því úthlutun númera og annar undirbúningur hefst á mánudeginum.

Við hvetjum alla sem alls, alls ekki geta mætt að nýta sér þennan markað eða á einhvern hátt koma plássinu í notkun.
Munið bara að senda póst með upplýsingum um breytingar.

 

 

2 comments to Viltu selja – viltu kaupa pláss á Klaustri?

  • axelarndal

    Hvenær fáum við keppnisnúmerin afhent? fáum við þrjá miða á hvert hjól? Er það kannski bara afhent við skoðun hjóla á klaustri

  • Keppnisnúmerin verða afhent á fundi n.k. Þriðjudagskvöld, staðsetning verður auglýst í síðasta lagi á Mánudagsmorgun. Við erum að leyta að hentugu húsnæði. Þrjú númer verða fyrir hvern keppenda. Einnig verður hægt að sækja númerin í Moto, Rofabæ 7, 110 Reykjavík, frá og með Miðvikudeginum. Svo verða númerin að sjálfsögðu afhent í skoðun og skráningu á Klaustri.

Leave a Reply