Vefmyndavél

Supermotokeppni á sunnudaginn

Á sunnudaginn verður keppt í Supermoto og Go-Kart á íþróttasvæði AÍH við Krísuvíkurveg. Það er nú ekki oft sem keppt er í supermoto svo það er um að gera að drífa sig í skúrinn og tékka hvort það sé loft í dekkjunum og drífa sig.

Dagskrá:
Mæting kl. 9:00
Skoðun keppnistækja og búnaður keppenda kl. 9:30
Brautarskoðun kl. 10:00
Æfing og tímataka Go-Kart kl. 10:30 – 11:10
Æfing og tímataka Supermoto kl. 11:15 – 12:45
Fyrsta lota gokart kl. 13:00 – 13:15
Fyrsta lota supermoto kl. 13:25 – 13:40
Önnur lota gokart kl. 13:50 – 14:05
Önnur lota supermoto kl. 14:15 – 14:30
Þriðja lota gokart kl. 14:40 – 14:55
Verðlaunaafhending kl. 15:30

ATH! Tímaáætlun gæti raskast.

Skráning er hafin á skraning@icekart.com.

Keppendum í Gokart er bent á að kynna sér vel reglurnar fyrir Íslandsmeistaramótið 2011 og senda eftirfarandi upplýsingar á skraning@icekart.com fyrir fimmtudaginn 23. júní:
– Nafn
– Kennitala
– Bíll nr.
– Netfang
– GSM sími
– Félag
Þátttökugjald er kr. 6.000 fyrir hvert mót.
Þátttökugjaldið greiðist inn á reikngin nr.513-26-630410, kt. 630410-1690.

Dekk sem á að nota í mótinu er hægt að panta á gum@visir.is.
Nánar:
Dekk fyrir Íslandslandmeistar mótið kosta 34500kr gangurinn.
Upplýsingar og staðfesting á kaupum á dekkjum er gum@visir.is .
Til afhendingar hjá mér ( bý á Selfossi ) eða á æfingar og keppnisdögum.
( miðvikurdagar eru æfingar ). Millifærsla bank 317 – hö 26 – reyknings nr 757
kt 060680-5749 og staðfesting á gum@visir.is.
Guðmundur Ingi / gum@visir.is

ATH! Gert er ráð fyrir að notaður verði tímatökubúnaður við keppnina þannig að keppendur þurfa að útvega sér tímatökusenda svo hægt sé að taka á þeim tímann og telja hringi. Verði útlit fyrir rigningu verður ekki keppt í Supermoto og þá sennilega ekki notaður tímatökubúnaðurinn heldur notast við sömu aðferð og í fyrra. Keppendur verða látnir vita í tíma hvort tímatökubúnaðurinn verður notaður og hvort þeir þurfi þá að útvega sér tímatökusenda.

Kveðja Ragnar

Leave a Reply