Vefmyndavél

Eyþór sigraði á Króknum

Eyþór Reynisson vann fyrstu umferðina í Íslandsmótinu í motocrossi í dag en þetta er önnur keppnin sem hann sigrar í Opnum flokki, hina vann hann í Bolaöldu árið 2009, þá 16 ára gamall. Hann sigraði í báðum mótounum en Hjálmar Jónsson og Kári Jónsson áttu góða spretti en náðu ekki að klára dæmið til enda. Verðlaunapallurinn í opna flokknum var ekki líkur því sem hann hefur verið undanfarin ár en Bjarki Sigurðsson varð annar og Daði „Skaði“  Erlingsson þriðji. Eyþór og Bjarki voru einnig að keppa í MX2 og urðu þar einnig í tveimur efstu sætunum en Kjartan Gunnarsson varð þriðji.

Guðmundur Kort sigraði í unglingaflokki, Guðbjartur Magnússon varð annar en þeir unnu sitthvort motoið. Hinrik Ingi Óskarsson varð þriðji.

Signý Stefánsdóttir í kvennaflokki en Karen Arnardóttir varð önnur og hin nýbakaða móðir, Aníta Hauksdóttir varð þriðja.

Einar Sigurðsson vann 85 flokkinn, annar varð Hlynur Örn Hrafkelsson og Daníel Kristján Mathiesen varð þriðji.

Jóhann Smári Gunnarsson vann B-flokkinn og Michael B. David varð annar og Arnór Ísak Guðmundsson varð þriðji. Ragnar Ingi Stefánsson vann B40+ flokkinn en Haukur Þorsteinsson varð annar og Gunnar Sigurðsson þriðji.

Nánari úrslit eru hér á MyLaps

1 comment to Eyþór sigraði á Króknum

  • Færslan uppfærð. Minnið er eitthvað að gefa sig hjá Vefstjóra og þakkar hann um leið ábendingar þess efnis. Eyþór sigraði auðvitað í einni keppni árið 2009 og því var þessi lína tekin út „er fyrsta keppnin sem hann sigrar í Opnum flokki“. Eyþór er beðinn velvirðingar á þessum mistökum.

Leave a Reply