Bikar-æfingakeppni í Álfsnesi

SKRÁNINGU LÝKUR KL 22:00 Í KVÖLD SUNNUDAG.

Bikar-æfingakeppni verður haldin í Álfsnesbraut Mánudaginn 27.06.11.     Skráning er hér. Skráningarfrestur til 22:00 Sunnudag 26.06.11.

Dagskrá er einföld, 85cc kk og kvk, kvennaflokkur, B flokkur,  40+ og 50+ flokkar keyra í 2 x 10 mín + tveir hringir. Unglinga, Mx2 og MxOpen keyra 2×15 mín + tveir hringir. Kostnaður er kr 3000 fyrir keppanda.

Skoðun frá 18:00 – 19:00.  1. Moto 19:15. Nánari dagskrá þegar fjöldi keppenda er staðfestur. Keppnisstjórn áskilur sér rétt til að sameina flokka í moto ef þurfa þykir. Keppendur / aðstandendur sjá um flöggun.

Nitró verður með sértilboð á leigusendum fyrir þá sem vilja prófa að taka þátt, 3000 kr fyrir fullorðna og 2000 kr fyrir yngri en 16 ára. Ath Nitro sér alfarið um leigusendana, hafið samband þangað til að fá upplýsingar.

Gaman saman.

8 hugrenningar um “Bikar-æfingakeppni í Álfsnesi”

  1. Sælir, nei brautinni verður ekki breytt fyrir keppni. Það hefur ekki rignt vikum saman núna og það borgar sig ekki að hreyfa neitt við brautinni nema náist að RENNbleyta jarðveginn áður og eftir. Núna er verið að bleyta með haugsugum til að hægt sé að keyra brautina. Í næstu viku verður brautin löguð en án þess að gerðar verði stórar breytingar.
    Kv. Keli

  2. Verður brautin þá ekkert yfirfarin fyrir bikarkeppnina? Ég vil endilega vera jákvæð en brautin er skelfileg eins og hún er núna, þrátt fyrir að það sé bleytt í henni.

  3. Sæl, því miður verður ekki hægt að gera mikið fyrir brautina á meðan veðrið er svona. Þegar það er sól, rok og brakandi eyðimerkurþurrkur þá gerir það einungis illt verra að hreyfa við brautinni. Hún þornar þá enn hraðar og púðrið eykst til muna. Brautin er ekki illa farin, nánast engar holur og pallar í góðu lagi, Brautin verður bleytt áfram um helgina og alla næstu viku og Garðar fer svo yfir hana á mánudag lagar allt sem hægt er.
    Kv. Keli

  4. Sælir ég var í Bolöldu í dag 27.06 horfði uppá skelfilega tilburði. Þarna var drengur sem ók á flottu Hondu hjóli reiddi ungan dreng hring í Crossbrautinni og smá á bílastæði mjög hratt og það sem meira var að farþeginn var í jogginggalla með engann hjálm,sjálfur datt ég í vetur og nýr hjálmur gereiðilagðist. Þetta er ekki það sem maður vill horfa uppá.

Skildu eftir svar