Skráning hafin í krakkanámskeið

Krakkaæfingarnar sem VÍK stóð fyrir í fyrra munu halda áfram í sumar og verða með svipuðu fyrirkomulagi. Gulli og Helgi Már halda áfram með æfingarnar og eru bæði fyrrum nemendur velkomnir sem og nýjir. Hér eru helstu upplýsingar.

  • Æfingar verða í tveimur flokkum: Lítil hjól (50cc – 65cc) og Stór hjól (80cc – 150cc)
  • Æfingar eru 2x í viku fyrir báða flokka kl 18:00 – 19:30 / Mánudaga og Miðvikudaga allt sumarið
  • Verð: 30.000.- á krakka (árskort innifalið). Sama verð í báðum flokkum.
  • Æfingar byrja 6. júní.

Smelltu hér til að skrá þig.

Skildu eftir svar