Vefmyndavél

Motocross námskeið VÍK

Flottur stíll kemur manni langt

Nú styttist í að motocross námskeiðin hjá VÍK fari á fullt. Gunnlaugur Karlsson og Helgi Már Hrafnkelsson munu aðallega sjá um þjálfun í sumar en þeir eru komnir með dágóða reynslu á þessu sviði. Kennslan er ekki aðeins fyrir krakka og unglinga því einnig er boðið uppá þjálfun fyrir fullorðna, einkaþjálfun og supermotoþjálfun.

–SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG–

Hér er tilkynning frá VÍK um námskeiðin.

MOTOCROSS Námskeið

Persónuleg þjónusta – fagmennska – árangur

Láttu það eftir þér

Í Motocross þjálfun ertu undir handleiðslu þjálfara með mikla reynslu og faglega þekkingu.

Hvað færðu í Motocross þjálfun?

 • Uppsetningu á hjólinu
 • Undirstöður í líkamsbeytingu á hjólinu
 • Beygju tækni
 • Start tækni
 • Stökk tækni
 • Bremsu tækni
 • „whoops“ tækni

Motocross er eitthvað sem hentar öllum, burt séð frá því hvað þú gerir eða á hvaða aldri þú ert. Við leggjum allan okkar metnað í það að sníða réttar æfingar fyrir hvern og einn sem kemur í þjálfun til okkar.

Það er mjög mikilvægt þegar farið er í brautina að æfingarnar séu gerðar rétt og að réttar æfingar séu framkvæmdar. Ef æfingarnar eru ekki gerðar rétt eykur það líkurnar á meiðslum og kemur í veg fyrir að settum árangri verði náð. Eitt af því sem við leggjum upp úr í Motocross þjálfun er að æfingarnar séu gerðar rétt.

Langar þig að ná árangri í brautini?
Hvort sem þú vilt bæta þig í beygjum, stökkvum, beinum köflum, bremsuköflum, brekkum eða bara hvernig á að lesa brautina þá þarftu mann með reynslu til að hjálpa þér.

Ekki fara í brautina og gera bara eitthvað!

Einkaþjálfun
Einkaþjálfun er viðurkennd sem ein besta, þægilegasta og fljótlegasta leiðin til að komast í takt við hjólið eða brautina . Það er aðhaldið sem fólk sækir í, skipulagningin í æfingunum, og kennsla á hjólinu. Það er það sem einkaþjálfun færir þér.

Það er sannað að fólk nær allt að helmingi meiri árangri, á mun skemmri tíma, í æfingum með aðstoð einkaþjálfara.  Það er sama hvaða markmið þú hefur, góð skiplagning og stuðningur er alltaf undirstaðan að árangrinum.

Hvernig fer einkaþjálfun fram?

 1. Þjálfarinn fer yfir líkamlega stöðu á hjólinu og hvernig hjólið á að vera stillt.
 2. Æfingarnar eru sniðnar að þínum þörfum og þú kemst að því að það er ekki kvöð að æfa heldur ánægja og nautn að keyra á heilbrigðan hátt.
 3. Þjálfarinn fylgir þér í gegnum alla æfinguna, kennir þér að gera æfingarnar rétt og leiðbeinir þér.
 4. Þjálfarinn ráðleggur og bendir þér á þægilegri valkosti. Í sameiningu finnið þið þjálfarinn auðveldari leiðir til að halda áfram að hjóla á sem léttasta hátt og ná góðum árangri á sama tíma.
 5. Í lok hvers tíma er keyrt 1 x Moto 20mín.

Fjárfestu í sjálfum þér!

Hópþjálfun
Eins útfært og einkaþjálfun, nema nú stýrir einkaþjálfari fleiri en einum aðila.
Því ekki að fara saman til einkaþjálfara, 2-10 saman í hóp?
Æfingar fara fram í Bolöldu, Álfsnesi & MotoMos,  frábær stemning myndast innan hópsins.
Mikil hvatning frá þjálfara og öðrum aðilum í hópnum verður til þess að allir ná árangri. Tilvalið fyrir vinahópinn, saumaklúbbinn, fjölskylduna, o.s.frv.
2-10 saman í hóp. Minni kostnaður – Meira fjör!

Fáðu frekari upplýsingar eða sendu póst á netfang þess þjálfara sem þig langar til. Einkaþjálfarinn hefur síðan samband við þig, við fyrsta tækifæri. Svo einfalt er það..

Krakka námskeið:
85/150 flokkur

Gunnlaugur Karlsson og Helgi Már Hrafnkelsson munu sjá um æfingar fyrir 85 cc flokkinn (85 2t / 150 4t) eða aldurinn 11-14 ára. Farið verður í helstu grunnatriði í hjólatækni s.s. líkamsbeitingu, beygju og bremsutækni, stökkæfingar, öryggi í brautum og almenna umgengni við hjólið og aðra ökumenn.

50-65 flokkur
Gunnlaugur Karlsson og Helgi Már Hrafnkelsson munu sjá um æfingar fyrir minnstu púkana á 50-65 cc hjólum eða aldurinn ca 6-10 ára. Þessi hópur fær létta leiðsögn sem byggir mikið á því að gera hjólið að skemmtilegu leiktæki. Áhersla verður á öryggi og að ökumaðurinn læri vel á öll grunn- og öryggisatriði hjólamennskunnar áður en lengra er haldið.

Allar æfingar verða haldnar í Bolaöldu eða Álfsnesi eftir aðstæðum.

Markmið VÍK með æfingastarfinu er að byggja upp kröftugt barna og unglingastarf félagsins til framtíðar en öll æfingagjöld renna óskipt í æfingastarfið. Skipulagðar æfingar frá upphafi er grundvöllur þess að bæta kunnáttu og öryggi yngstu ökumannanna og stuðlar að bættri umgengni og virðingu fyrir umhverfinu.

Hjólanámskeið
Námskeiðið er alhliða torfærunámskeið fyrir torfæruökumanninn sem keyrir bæði motocross og enduro. Motocross námskeiðin hafar verið til staðar síðustu ár, en okkur hefur fundist vanta aðeins uppá þessi námskeið, það eru ekki allir sem vilja bara læra motocross. Námskeiðið er eitthvað sem hentar öllum, burt séð frá því hvað þú gerir eða á hvaða aldri þú ert. Við leggjum allan okkar metnað í það að búa til réttar æfingar fyrir hvern og einn sem kemur í þjálfun til okkar.

Það er mjög mikilvægt að æfingarnar séu gerðar rétt og að réttar æfingar séu framkvæmdar. Ef æfingarnar eru ekki gerðar rétt eykur það líkurnar á meiðslum og kemur í veg fyrir að settum árangri verði náð. Eitt af því sem við leggjum upp úr á þessu námskeiði er að æfingarnar séu gerðar rétt.

Þjálfarar: Gunnlaugur Karlsson & Helgi Már Hrafnkelsson

Supermoto námskeið:

Feðgarnir Karl Gunnlaugsson & Gunnlaugur Karlsson eru reynslumestu Supermoto ökumenn landsins. Karl Gunnlaugsson bjó á sínum tíma í Bretlandi þar sem hann stundaði nám við Neon smíði og keppti í götuhjólakappakstri (road race) í mörg ár. Karl er ásamt þessu margfaldur kvartmílu og sandspyrnumeistari: Karl Gunnlaugsson var valinn fyrstur manna sem íþróttaökumaður Íslands árið 1991.

Supermoto er mjög ungt sport á Íslandi og er þetta því gullið tækifæri til að fá smá lóðsun um þetta sport frá mönnum með reynslu.

Námskeið úti á landi:
VÍK MX skólinn mun í sumar vera með námskeið útá landi ef eftirspurn verður eftir því. Þá geta félög útá landi tekið sig saman og pantað námskeið með því að hafa samband við annanhvorn þjálfarann. Þetta er svipað og hópkennsla þar sem verður farið í öll helstu atriði í stöðu  á hjólinu sem og tækni.

Gunnlaugur Karlsson
gk@ktm.is
S: 661-0958

Helgi Már Hrafnkelsson
helgi213@gmail.com
S: 692-8919

Nánar um þjálfarana:

Gulli

Gunnlaugur Karlsson

Fæðingardagur: 13/08/1989

Hæð: 182cm

Þyngd: 79kg

Lið: Team KTM Ísland

Keppnisnúmer: 111

Gælunafn: Gulli

Hjúskaparstaða: Hildur Karen

Hjól: KTM 350 SXF

Áhugamál: motocross, ræktin, fjallahjól, íshokký, bílar, útivera og margt fleira

Gunnlaugur Karlsson með þjálfun fyrir strákana á Flúðum sumarið 2009

Gunnlaugur Karlsson eigandi og þjálfari 111.is hefur verið viðloðandi í Motocross & Enduro í 15 ár og íþróttum allt sitt líf. Gulli hefur keppt frá 13 ára aldri og náð góðum árangri í sportinu,  4 Motocross titlar og 2 Enduro titlar segja sína sögu, ásamt þessu var Gulli valin Vélhjólaíþróttamaður Reykjavíkur og  tilnefndur sem íþróttamaður Reykjavíkur 2008.
Gulli hefur mikla reynslu í þjáfun og lærði í motocross skóla hjá 10földum heimsmeistara Stefan Everts árið 2008, ásamt þessu hefur Gulli sótt motocross skóla í Ameríku, Bretlandi, Spáni og Svíþjóð. Gulli er þekktur fyrir flottan stíl, kunnáttu sína á hjólinu og góða hæfileika sem hann er tilbúinn að deila með þér.

Gulli hefur verið með einkakennslu og hópkennslu í sportinu okkar síðustu 5 ár.

Ásamt motosportinu hefur Gulli stundað Íshokkí frá 7 ára aldri með Skautafélagi Reykjavíkur og Landsliðum Íslands.

Gunnlaugur Karlsson að segja strákunum til

Menntun:

 • Þjálfararéttindi frá Íþróttasambandi Íslands
 • Hefur sótt marga af bestu Motocross skólum heims
 • Auk þess setið námskeið varðandi matarræði og heilsu
 • Motocross Þjálfari
 • Íshokkí Þjálfari

Árangur:

 • Nýliði ársins í Motocross        2003
 • Íslandsmeistari MX  125        2003
 • Íslandsmeistari MX         B      2004
 • Íslandsmeistari Enduro B      2004
 • Íslandsmeistari MX2              2005
 • Íslandsmeistari E1                  2005
 • Íslandsmeistari MX2              2008
 • Velhjólaíþróttamaður Reykjavíkur 2008
 • Tilnefndur sem Íþróttamaður Reykjavíkur 2008
 • Margfaldur liðameistari með Team KTM í Motocross & Enduro
 • Landsliðsmaður Íslands í Motocross 2009 / Motocross of Nations

Helgi Már

Helgi Már Hrafnkelsson

Fæðingardagur: 06.02.91

Hæð: 190 cm

Þyngd: 90 kg

Lið: Team Kawasaki

Keppnisnúmer: 213

Gælunafn: Helgi

Hjúskaparstaða: Rakel

Hjól: Kawasaki KXF 450

Áhugamál: Motocross, fótbolti, handbolti, snjóbolti, ræktin og margt margt fleira.

Helgi Már hefur verið viðloðinn motocrossi og endúrói í 9 ár, ásamt flest öllum íþróttagreinum.
Helgi Már hefur verið að keppa í motocrossi í 6 ár við ágætis árangur. Helgi Már hefur sótt marga skóla hjá erlendum kennurum og hefur fengið gríðarlega reynslu af því.

Helgi Már hefur verið að þjálfa börn og unglinga síðastliðin 2 ár með góðum árangri.

Menntun

 • Þjálfararéttindi frá ÍSÍ
 • Setið námskeið varðandi mataræði og heilsu
 • Sótt marga skóla hjá erlendum þjálfurum
 • Stúdent frá Verzlunarskóla Íslands

Helgi Már hefur gríðarlega flottan og tæknilegan stíl á hjólinu.

Leave a Reply