Meistarar krýndir í Las Vegas í nótt

Síðasta umferðin í Supercrossinu var í Las Vegas í Bandaríkjunum í nótt. Þegar tímabilið var hálfnað var þegar farið að kalla það stórkostlegasta tímabil sögunnar. Gærkvöldið var ekkert að gefa neinn afslátt á því.

Fyrir keppnina var Ryan Villopoto með 9 stiga forystu og dugði því fyrir hann að enda í 5.sæti til að tryggja sér titilinn á undan Chad Reed. Ryan Dungey átti einnig séns en hann var 3 stigum á eftir Reed. James Stewart átti einnig stjarnfræðilegan möguleika á titli en hann var 23 stigum á eftir RV og 25 stig í pottinum.

Mike Alessi náði holuskotinu í fyrsta skipti í langan tíma, Kevin Windham tók fljótlega framúr honum og James Stewart setti pressu á hann. Stewart náði framúr en Windham gaf ekkert eftir og ætlaði sér greinilega að ná enn einum sigrinum í safnið svona á gamals aldri. En því miður gerði Stewart það sem hann hefur verið duglegur við í vetur, krassaði hressilega í whoopsunum og Windham var svo stutt á eftir að hann keyrði á hjólið hans og krassaði einnig. Þeir náðu báðir að standa upp en enduðu með síðustu mönnum.

Villopoto var orðinn fyrstur, Reed annar og Dungey þriðji. RV gerði það skynsamlega í stöðunni, slakaði aðeins á, hleypti þeim báðum framúr og tryggði sér titilinn. Reed sigraði sína aðra keppni á árinu og endaði þremur stigum á eftir RV.

 

Keppnin var ekki síðri í Lites flokkunum en þetta er eina keppni ársins sem bæði Austur og Vestur hlutarnir keppa. Í Vesturdeildinni var það Ken Roczen sem vann sína fyrstu Supercrosskeppni en Broc Tickle vann titilinn. Í Austurdeildinni var það Justin Barcia sem tók titilinn.

Myndbönd koma hér líður á daginn…

Skildu eftir svar