Leit að endurosvæði

Enduróguðinn er enn í vetrarfríi

Þegar tæpar tvær vikur eru í fyrstu endurókeppni ársins stendur enn yfir leit að svæði fyrir keppnina. VÍK hafði fundið nýtt svæði fyrir keppnina sem lofaði mjög góðu en það er á  kafi í vatni og drullu eins og aðrir keppnisstaðir. Keppnishaldið 14. maí lítur því ekki mjög vel út!

VÍK skoðaði líka möguleika á að keppa í sandi við Bakkafjöru, þar var allt á floti líka og lítið hægt að fara í hólana. Sandurinn er að auki mjög þungur og úrbræðslulegur og svo er endurobraut á 500m breiðum og sléttum fjörukambi ekki sérlega spennandi.

Leitin heldur áfram…

10 hugrenningar um “Leit að endurosvæði”

 1. Frestum þessu frekar fram á sumar, er ekki skemmilegra að menn nái að æfa sig í meira en viku fyrir fyrstu keppni. Það er þá hægt að færa crosskeppnina á Akureyri í leiðinni… 🙂

 2. Ég styð keppni í Þorlákshöfn. Kominn tími til að keppa í þessari frábæru braut.

 3. Er ekki alltof erfitt að keyra í þessum helvítis sandi ég hef heyrt það að sum hjól lifi það hreinlega ekki af.
  Kv Sindri

 4. Það lifa öll hjól það af að vera í sandi. þ.e. ef ökumaðurinn nær upp smá hraða svo að það sjóði ekki á hjólinu. Fara bara í sandinn og æfa smá þá er þetta komið. Krossleggjum svo fingurna í von um að fá hellaða sandkeppni í maí. Það verður líka sandur á Klaustri svo að það er best fyrir alla að æfa sig í sandinum.

 5. Ef að hjól bræðir úr sé við að keyra í sandi er það líklegast bilað fyrir eða vitlaust stillt. Oftast er það léleg djettun.

  Fyrir nokkrum árum var keppni á Snæfellsnesinu þar sem keyrt var að Hótel Búðum. Þar bræddu nokkur hjól úr sér, þá var það einhver 6 kílómetra beinn kafli á strönd og þá sást kannski best að sum hjól voru með vitlaus Jet. Reyndar voru úrbræðslur af öðru tagi í þeirri keppni t.d. fengu nokkur hjól á sig öldu og sjó inná vélina, önnur hjól bræddu úr sér eftir að hafa komið sjóðandi heit á bólakaf í ískalda á og kólnað hratt.
  Í íslensku hitastigi í maí ætti ekki að vera hætta á því að sjóði á hjóli nema ef menn séu að festa sig og það getur gerst í sandlausri endúróbraut.

  p.s. ég er ekki vélvirki.

 6. Ég hef orðið var við að ákveðin tegund af hjólum appelsínugul að lit eigi eriðara með brautina en önnur.
  Það er allavegana eina tegundin sem ég hef heyrt um að hafi brætt úr sér í brautinni.

 7. Frétt af msisport.is
  1. umferð í Íslandsmótaröð MSÍ í Enduro CC fer fram laugardaginn 14. maíá akstursíþróttasvæði VÍK við Bolaöldu. Tafist hefur að opna skráningu í keppnina þar sem engin nothæf svæði hafa fundist vegna bleytu. Veðurfar í mars og apríl hefur ekki verið hagstætt og var farið að líta út fyrir að fresta yrði keppninni. Stjórn VÍK kom saman í dag í Bolaöldu og voru farnir prufuhringir um svæðið og lofar það góðu enda svæðið tekiðótrúlega vel við sér síðustu þrjá daga en þar vr allt á kafi í snjó um síðustu helgi.

  Skráning mun opna á morgun hér á msisport.is og einnig verða birtar uppfærðar Enduro CC reglur ásamt keppnisdagskrá. Helstu breytingar frá síðasta ári verða að aftur verða keyrðar tvær umferðir á keppnisdag. Meistaradeild, Tvímenningur og B flokkur munu allir keyra saman í brautinni og verða ræstir með 30 sek. millibili. Meistaradeild og Tvímenningur verða keyrðir á AMB tímatökubúnaðinum líkt og verið hefur en til stendur að keyra B flokk á „bólu“ tímatökubúnaði líkt og gert hefur verið á Klaustri, þetta þýðir að keppendurí B flokk þurfa ekki að útvega sér tímatökusendir. Allar nánari upplýsingar munu koma fram hér á msisport.is næstu daga.

Skildu eftir svar