Klaustur – Alvaran byrjar í skoðuninni

Þetta hjól fengi aldrei skoðun - enda ekki með neitt keppnisnúmer

Nú fer hver að verða síðastur að gera klárt fyrir Klaustur.  Það fyrsta sem keppandi þarf að gera þegar austur er komið, er að koma sér og hjólinu í skoðun.  Fái keppandi ekki grænt ljós í skoðun – þá mun hann ekki keppa !!
Það er því eins gott að vera með þetta á hreinu – og það á nú ekki að vera svo erfitt.
Ef þú lest aðeins lengra og fylgir eftirfarandi reglum þá ertu þegar komin hálfa leið í keppninni  😉

Komdu með hjólið hreint og snyrtilegt til skoðunar.  Númer verða að vera komin á hjólið – að framan og á hliðar.  Ef þú notar ekki númerin sem keppnishaldari skaffar, þá verður þú að sjá til þess að númer séu vel læsileg og endingargóð (Heimasmíðuð „tape“ númer ganga ekki.
Gættu að því að sérstakur bakgrunnur og litur á númeri er fyrir hvern flokk!
Öll stjórntæki verða að vera virk – Teinar og legur í góðu ástandi.  Passaðu vel að ekki séu neinir hvassir hlutar á hjólinu – þar með talið brotin plöst og alls ekki brotin handföng eða standpetalar.

Hafðu meðferðis hjálminn og númeraplötuna af hjólinu til sönnunar um að hjólið sé skráð.  Vertu viðbúinn því að þurfa að sýna tryggingapappíra fyrir hjólið.

Liðstjóri sem skráði liðið hefur þegar undirritað þátttökuyfirlýsingu, en aðrir liðsfélagar VERÐA að prenta út yfrilýsingu á netinu og afhenda hana almennilega frágengna og undirritaða við skoðun.
(sjá hér:  http://msisport.is/content/files/public/reglur/%C3%9E%C3%A1tt%C3%B6kuyfirl%C3%BDsing%202010.pdf )

Þetta eru nú öll ósköpin.  Skoðunarmenn eru annáluð ljúfmenni en hika ekki við að senda menn aftast í röðina séu þessi mál ekki almennilega frágengin.  Þeir setja reglur og öryggi framar öllu og veita engan afslátt á því.

Gangi ykkur vel!

 

8 hugrenningar um “Klaustur – Alvaran byrjar í skoðuninni”

  1. sá þessa setningu „Gættu að því að sérstakur bakgrunnur og litur á númeri er fyrir hvern flokk!“. Er verið að tala um líka á hliðarplöstunum? límmiðakíttið á hjólinu hjá mér er með rauðum bakgrunni á hliðarplöstum og númeraspjaldi að framan. þarf ég sem sé að skipta þessum plöstum út eða eru þessir litir í númerinu sem við fáum frá ykkur ???

  2. Þetta verður öskugott race, og ég sem hélt að við værum laus við þetta fína ryk með nýja brautarstæðinu!

  3. Verður hægt að komast austanmegin á klaustur? Og hvernig fer þetta ryk með hjólin smígur þetta ekki inn um loftsíu eða???

  4. Verður varla keppni næstu helgi „öskustíflaðar loftsíur“. Er ekki bara spurning hvaða helgi verður fyrir valinu ?

Skildu eftir svar