Bryndís sjötta í dag

Bryndís Einarsdóttir

Önnur umferðin í sænska meistaramótinu í motocrossi fór fram í dag. Bryndís Einarsdóttir varð í sjötta sæti í báðum motounum og endaði einnig sjötta í heildina. Þetta er góð bæting frá fyrri helgi þar sem hún endaði í tíunda sæti.

Mótið fór fram í Tibro í miðri Svíþjóð í góðu veðri og við toppaðstæður.

Bryndís sagði í spjalli við vefstjóra vera ánægð með keppnina sérstaklega þar sem hún hafi ekkert náð að æfa í vikunni þar sem hún gaf meiðslunum tíma til að jafna sig. Hún hafði verið í fjórða sæti rúmlega hálft seinna mótóið en náði því miður ekki að halda því til enda.

Bryndís flýgur til Íslands á morgun og æfir þar og keppir fram í miðjan Júní þegar þriðja umferðin í Heimsmeistarakeppninni fer fram í Finnlandi.

Skildu eftir svar