Vefmyndavél

Myndir frá Selfossi

Skellti mér á Selfoss um helgina að hjóla í nýlagaðari braut þeirra Selfyssinga. Verð að segja að þessi braut kemur manni alltaf til að brosa, ekki síst núna eftir breytingar þar sem búið er að breikka alla brautina svo um munar og breyta nokkrum köflum til hins betra. Hjóleríið stóð þó ekki lengi yfir þar sem ég stútaði einni mús, og sprengdi svo slöngu á annari felgu, en Sara náði þó nokkrum hel flottum myndum á vélina.

Hægt er að smella á myndir til að sjá þær í fullri upplausn

Leave a Reply