Vefmyndavél

Vaðanámskeið Slóðavina í kvöld

Straumvatn þverað

Allir sem eitthvað ferðast um hálendi Íslands hafa þurft að þvera ár. Hvort sem það hefur verið gangandi, akandi eða ríðandi.

Slóðavinir standa fyrir námskeiði þar sem fjallað verður um þverun straumvatns á mótorhjólum.

Námskeiðið skiptist í 4 hluta:
1. Uppruni og eðli – Fallvötn eru af nokkrum gerðum, þau hafa annað hvort augljós upptök eða óljós, og bera með sér mis mikið af efni til sjávar. Í þessu hluta verður fjallað um fallvötn út frá jarð-, land og veðurfræðilegum atriðum.
Sérstaklega verður fjallað um akstur um svæði þar sem fallvötn stjórna allri umferð um þau.
2. Búnaður – Nauðsynlegt er að taka með réttan búnað og geta brugðist við óvæntum atvikum, eins og þegar hjól fellur í vatn.
3. Þverun og lestur straumfalla – Það er ekki alltaf sjálfgefið að best sé að fara beint yfir ánna, stystu leið. Hér verður farið í þverun straumvatna og þær aðferðir sem hægt er að beyta til að lesa í landið.
4. Vélbúnaður – Hér verður farið yfir allt það sem þarf að hafa í huga þegar vatn kemst inn í mótor mótorhjóla. Mjög ýtarlega verður farið í þurrkun og endurheimt mótors eftir drukknun.

Vaðnámskeið – klukkan 19:00 í kvöld í húsakynnum Arctic Trucks.

Leiðbeinandur á námskeiðinu verða:
Jakob Þór Guðbjartsson (jarðfræðingur)
Ásgeir Örn Rúnarsson (sérfræðingur í rafmagni)
Halldór Jón Theodórsson (bifvélavirki, landvörður, fararstjóri og sérfræðingur í þverun straumvatna)

1 comment to Vaðanámskeið Slóðavina í kvöld

Leave a Reply