Úrslit frá Ameríku og Búlgaríu

Heimsmeistarakeppnin í motocrossi hófst um helgina í Búlgaríu og Supercrossið hélt áfram í USA. Í fyrsta skipti í langan tíma náðu allir top 5 ökumennirnar í Ameríkunni að koma sér í mark án þess að lenda í slagsmálum eða stympingum!

James Stewart náði að sigra eftir slæmt gengi síðustu tvo mánuði. Hann vann síðast 5.febrúar og hefur lent í allskonar basli síðan þá. Í dag náði hann ágætis starti, þriðji úr holunni, og var kominn í fyrsta sætið áður en fyrsta hring var lokið. Hann átti tromp uppí erminni þar sem hann tók eitt þrefalt-þrefalt sem enginn hafði áður gert og náði fljótt 4 sekúndna forystu á Ryan Dungey útaf þessu trikki. Hann hélt því til enda og sigraði eins og áður sagði.
Dungey varð annar, Villopoto þriðji, Reed fjórði og Canard fimmti.

Staðan er því svona þegar þrjár keppnnir eru eftir

Supercross staðan
1.     Ryan Villopoto, Kawasaki – 275
2.     Ryan Dungey, Suzuki – 270
3.     Chad Reed, Honda – 267
4.     James Stewart, Yamaha – 259
5.     Trey Canard, Honda – 255
6.     Andrew Short, KTM – 185
7.     Kevin Windham, Honda – 165
8.     Davi Millsaps, Yamaha – 143
9.     Justin Brayton, Yamaha – 141
10.  Ivan Tedesco, Kawasaki – 114

Búlgaría – fyrsta umferðin í GP-inu

Í MX1 var það Steven Frossard sem virtist koma eitthvað extra góður undan vetri og vera með eitthvað stór forskot á hina kappana. Hann var bestur í tímatökum og vann fyrsta motoið. Clement Desalle náði hinsvegar að sigra seinna motoið og þar með daginn. Heimsmeistarinn Antonio Cairoli meiddist á hné og tók því rólega og endaði í níunda sæti.

Lokastaðan:

  1. Clement Desalle 47 stig
  2. Steven Frossard 47 stig
  3. Jonathan Barragan 35 stig
  4. Max Nagl 35 stig
  5. Rui Goncalves 29 stig
  6. Evgeny Bobryshev 27 stig
  7. Kevin Strijbos 26 stig
  8. Davide Guarneri 26 stig
  9. Antonio Cairoli 25 stig
  10. David Philippaerts 25 stig

Í MX2 var það Ken Roczen sem kom engum á óvart og dómineraði.

Í kvennaflokknum, WMX, krassaði Bryndís okkar Einarsdóttir í tímatökum og keppti ekki í aðalkeppninni. Stephanie Laier sigraði.

<iframe title=“YouTube video player“ width=“480″ height=“390″ src=“http://www.youtube.com/embed/cqkZf49R8PM“ frameborder=“0″ allowfullscreen></iframe>

 

nokkrar Jútúbur frá Ameríku

Skildu eftir svar