Úrhelli í Grikklandi

Bryndís Einarsdóttir var að keppa í annari umferðinni í HM í Grikklandi. Í gær í tímatökunum byrjaði að rigna og brautin þoldi illa vatnið. Í nótt stytti ekkert upp og allt var á floti í morgun og brautin eins og blaut steypa. Fyrra mótóið var keyrt en var nánast komið útí algjört rugl þar sem brautin var vægast sagt illfær. Bryndís endaði í 15.sæti. Seinni umferðinni hefur verið aflýst vegna veðurs.
Enn stendur yfir umræða hvort það eigi að fresta seinni umferðinni í MX3 í karlaflokki.

Skildu eftir svar