Fyrirlestur hjá Gæslunni

Miðvikudaginn 13. apríl kemur í heimsókn til Slóðavina Viggó M. Sigurðsson, stýrimaður/sigmaður hjá Landhelgissgæslunni. Hann ætlar að fara yfir það með okkur hvað þarf að hafa í huga við móttöku þyrlu og fleira því tengdu ef ske kynni að við þyrftum á þyrlu að halda t.d við slys inná hálendi. Fundurinn er öllum opinn og hefst kl. 20:00, Arctic Trucks, Kletthálsi 3.

Við fórum í skemmtilega heimsókn í flugskýlið hjá Landhelgisgæslunni í fyrra og skoðuðum tækin og fengum að máta þyrlurnar. Nú er komið að meiri fróðleik og fræðslu, kafa aðeins dýpra í hvað þeir gera í þyrludeildinni. Hvetjum alla til að mæta.

Skildu eftir svar