Auglýsing fyrir Lottó

Lottó er 25 ára á árinu og í tilefni af því er Íslensk getspá að vinna að nýrri auglýsingarherferð. Ein auglýsingin hefst á því að maður fer inn í verslun og kaupir sér lottómiða og labbar síðan út á götu. Ætlunin er að fylla götuna af íþróttafólki á öllum aldri sem þakkar fyrir stuðninginn síðustu 25 ár.

Ákveðið hefur verið að fresta upptöku á lottó auglýsingunni vegna veðurs og verður hún því tekin upp laugardaginn 16. apríl.

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands leitar til íþróttafélaga innan ÍSÍ að safna saman hópi af íþróttafólki frá sínu félagi til þess að taka þátt í auglýsingunni. Markmiðið er að fá um 400 manns til að mæta.

Íþróttafólkið þarf að vera á staðnum í 4 – 6 klst, en stefnt er að því að upptakan fari fram frá 10:00 – 20:00 á þeim degi sem verður fyrir valinu.

Þau íþróttafélög sem hafa tök á því að mæta með hóp eru beðin um að hafa samband við Kristínu Lilju Friðriksdóttur fyrir kl. 16:00 þriðjudagsinn 5. apríl á netfangið kristin@isi.is.

Þau íþróttafélög sem vilja taka þátt þurfa að finna einn umsjónaraðila sem sér um hóp viðkomandi félags og verður í sambandi við þá sem taka upp auglýsinguna. Nauðsynlegt er að senda nafn, símanúmer og netfang viðkomandi aðila þegar hann hefur verið valinn. Hópurinn má vera blanda af stelpum og strákum 10 ára og eldri eða einhver flokkur innan félagsins sem hefur áhuga á að mæta.

Nánari upplýsingar um klæðnað, tíma- og staðsetningu verða sendar á umsjónaraðilann þegar nær dregur.

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands væntir þess að sem flestir sjái sér fært að mæta og taka þátt og að við fáum hópa frá sem flestum íþróttagreinum sem stundaðar eru innan ÍSÍ.

 

Bestu kveðjur

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Kristín Lilja Friðriksdóttir

verkefnisstjóri almenningsíþróttasviðs ÍSÍ

kristin@isi.is

514-4000

 

Skildu eftir svar