Vefmyndavél

Stóra stundin nálgast

Í kvöld fer fram stærsta internetkeppni ársins! Skráningin á Klaustur hefst í kvöld klukkan 22 á vef MSÍ. Mikið er í húfi því fyrr sem þú skráir þig því framar ertu á ráslínu!

Talsverð hefð er fyrir því að menn séu full ákafir á startlínunni svona snemma á vorin, gleymi innsoginu (lykilorðinu sínu), týni hjálminum (kreditkortinu) og að hjólið verði bensínlaust (tölvan verði batteríslaus). Menn þurfa að undirbúa sig andlega gegn allskonar mótlæti t.d. eru alltaf líkur á krassi í fyrstu beygju (þ.e. að serverinn hrynji). Menn þurfa þá bara að anda djúpt og bíða aðeins. Lesið leiðbeiningarnar yfir aftur og byrjið uppá nýtt.

Gangi ykkur vel!

p.s. Bara til að hafa það á hreinu þá er keppnisgjaldið 10.000 krónur á mann.

27 comments to Stóra stundin nálgast

 • issus2

  mér sínist síðan vera hrunin allavega kemst ég ekki inn …=)

 • Svo virðist sem vefþjónninn sé ekki alveg að höndla álagið!

 • miked

  þetta er nú meira prumpið, sumir leggja það á sig að bíða við tölvuna og svo höndlar ekki vefjónninn álagið.

 • Nú eftir 22 mínútur eru
  16 lið í þrímenningi
  2 í kvennaflokki
  3 í afkvæmaflokki
  14 járnkallar
  5 í 90+ flokki
  en enginn í tvímenningi ??
  Vonandi er kerfið í lagi !

 • crash.inc

  ja ég skráði mig í tvímennig fyrir 10 mín síðan allavega

 • johannbragi

  Ég ætla rétt að vona að ég hafi ekki borgað 20.000 fyrir að taka þátt í Járnkarlinum 🙂

 • Arni

  Vantar kvk keppnisfélaga á klaustur
  Una #718
  gsm 8668464

 • djöfulsins andskoti er allt sem ég hef að segja um þetta

 • axelarndal

  ég skráði mig í tvímenning eitthvað um 22:20 kannski aðeins rúmlega vona að það hafi komist til skila. gerðist allt mega hægt

 • Það eru margir búnir að fá staðfestingu á skráningu í tvímenninginn þannig að það hlýtur að vera í lagi.
  Svo það sé líka á hreinu þá hef ég ekkert með vef Msí að gera, ég er bara að fylgjast með þessu eins og allir hinir.

 • þetta er allt á réttri leið 😀

 • ég hef ekki náð að skrá mig inn núna í um 25 min haha

 • skadi

  hndónytt drasl

 • Hilmar..

  ég er ekki buin að ná að skrá mig inná msisport.is í rúmlega 20min 🙁

 • ef þið itið svona 30 sinum a refrech og biðið þa æti þetta að koma hja ykkur

 • frilli80

  hvar fær maður staðfestingu á skráningu?
  er samt með kvittanir fyrir borgun

 • palmarpet

  Hvenær lítur ráslisti dagsins ljós og afh er ekki hægt að skoða það á msi einsog aðra keppnis lista, vona að ekki sé verið að raða ehv heiðurs vinum og kunningjum á þægilega staði á ráslínu…

 • Hilmar..

  Þetta er hætt að vera fyndið !! :/

 • Frá Kalla formanni á Facebook:
  Karl Gunnlaugsson
  Jæja þá fer þessu að ljúka, 75 mín og það er að verða uppselt á Klaustur 2011
  Fyrir 17 mínútum

 • Hilmar..

  fuck my life !!

 • Pálmar, ef þú lest reglurnar þá áskilur keppnisstjórn sér rétt til að raða á ráslínu. Það verður gert að hluta eftir árangri síðasta árs.

 • palmarpet

  Ok en það er hreinlega „ekkert“ cool við það og mín skoðun að keppnisstjórn ætti að halda í sér með það, það er verið að hvetja til að skrá sig snemma og þetta er fyrst og fremst skemmtikeppni og þá eiga allir að sitja við sama borð frá upphafi til enda!

 • cool og ekki cool þetta er líka spurning um slysahættu ofl. þar sem stór hópur eru lítið vanir keppnishaldi og aðrir eru heimsmeistarar 🙂
  Engu að síður þarf að drífa sig þar sem það er að verða uppselt, skráningu líkur kl. 12

 • Þá er skráningu lokið í Klaustur 2011, uppselt 400 manns. Mikið álag var á kerfi MSÍ í kvöld og datt síðan út um 22 í 12 mín. einnig datt síða ÍSÍ út en hún er geymd á sama server. Keppenda listinn birtist ekki í lagi á MSÍ nema að hluta og vonandi verður hægt að koma því í lag sem fyrst. Til hamingju þið sem náðuð skráningu þetta verður besta Klaustur keppnin frá upphafi enda 10 ára afmæli.

 • andrith87

  Vantar keppnisfélaga á klaustur.. ef einhver vantar makker og búinn að borga fyrir tvo. Andri #151

  sími 847-9373

 • finnurb

  Ef einhvern vantar að fylla í lið þá endilega hafið samband, hundfúll að hafa ekki náð að skrá mig.

  820-6768
  Finnur #971

Leave a Reply