Íslenskt motocross komið á frímerki

Motocrossfrímerkið

Íslenskar akstursíþróttir eru þemað í frímerkjum sem gefin voru út í dag. Eitt frímerkjanna er með mynd af motocross sem er sannarlega skemmtilegt fyrir okkur motocrossfólkið. Motocross frímerkið skartar mynd af Gylfa Frey Guðmyndssyni #9 og Frey Torfasyni #210 í bakgrunni en ekki kemur fram hver tók myndina. Frímerkin hönnuð af Hlyni Ólafssyni. Frímerkin eru seld fjögur í pakka og kostar hvert merki 75 krónur. Í pakkanum með motocrossmerkinu eru tvö motocrossmerki og tvö rallýmerki.

Önnur frímerki sem komu út í dag eru

með myndum af torfærubíl, kvartmílubíl og rallýbíl. Torfærubíllinn og kvartmílubíllinn eru í dýrari flokki en þar kostar hvert merki 165 krónur.

Pósturinn útskýrir ástæðu útgáfunnar með þessum hætti:

Akstursíþróttir hafa notið vaxandi vinsælda á síðari árum. Þessar íþróttir eru ekki gamlar á Íslandi. Kvartmíluklúbburinn var stofnaður 6. júní 1975 og sama ár fór klúbburinn að halda bílasýningar og sandspyrnukeppnir. Keppnisbraut var opnuð í Kapelluhrauni sunnan Hafnarfjarðar 1980 og var hún þá eina sérbyggða spyrnubrautin í Evrópu. Klúbburinn hefur haldið Íslandsmeistarakeppnir frá 1980 til dagsins í dag og er keppt í mörgum bíla- og hjólaflokkum. Meðlimir voru um 700 talsins árið 2009. Reykjavíkurrallýið er einn stærsti viðburður akstursíþrótta á Íslandi. Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur gengst fyrir rallýinu. Klúbburinn var stofnaður 1977 og félagarnir iðka nánast allar tegundir akstursíþrótta, þar á meðal rallýkross, sandspyrnu og torfæruakstur. Torfæruakstur hófst seint á áttunda áratugnum og hefur verið ein vinsælasta akstursíþrótt landsmanna. Motocross er sambland af mótorhjólasporti og torfærukeppni haldin á lokuðum og sérhönnuðum brautum.

Hér eru svo þær myndir sem voru útgefnar í dag.

Örkin lítur svona út
Forsíðan á hinum pakkanum
Örkin með fjórum merkjum

Heimasíða Póstsins

3 hugrenningar um “Íslenskt motocross komið á frímerki”

Skildu eftir svar