Vefmyndavél

Kári vann í stærsta flokknum

Þessi mynd og fleiri frábærar á gudmann.is - smellið á myndina

Kári Jónsson sigraði í Vetrardekkjaflokki í Íslandsmótinu í Íscrossi sem haldið var á Akureyri í gær. Mótið var haldið á Leirutjörn í tengslum við vetrar- og útivistarhátíðina Éljagang.

Kári er með fullt hús stiga í Vetrardekkjaflokki sem er stærsti og fjölmennasti flokkurinn í Íscrossinu. Daði Erlingsson varð annar í gær og Sigurður Bjarnason varð þriðji og voru þá þrjú efstu sætin eins og í síðasta móti.

Þorgeir Ólason sigraði í Opna flokknum, Jón Ásgeir Þorláksson varð annar og Ragnar Ingi Stefánsson þriðji en Ragnar Ingi sigraði á Mývatni um daginn og munar nú aðeins fimm stigum á honum og Þorgeiri í stigakeppninni til Íslandsmeistara.

Í kvennaflokki sigraði Signý Stefánsdóttir, Ásdís Elva Kjartansdóttir varð önnur og Andrea Dögg Kjartansdóttir þriðja. Signý er þá komin með 11 stiga forystu í Íslandsmótinu en systurnar berjast hart sín á milli og aðeins eitt stig skilur þær að.

Í unglingaflokki sigraði Ingvi Björn Birgisson, Guðbjartur Magnússon varð annar og Ásgeir Hall þriðji.

Í 85cc flokki sigraði Adam Helgi Jóhannesson, Kristján Helgi Garðarsson varð annar og Einar Sigurðsson þriðji.

Nánari úrslit eru á msisport.is

Leave a Reply