Vefmyndavél

Hraðamælir á öll hjól!

GPS gleraugu

Kanadíska gleraugnafyrirtækið Zeal Optics hefur í samvinnu við Recon Instruments kynnt til sögunnar gleraugu með innbyggðu GPS tæki. Gleraugun eru fyrst og fremst hönnuð fyrir snjóbretta- og skíðafólk en líklega verður boðið uppá endúró og motocross útgáfu innan skamms. Í gleraugunum er sem sagt venjulegt GPS tæki og svo lítill skjár neðst í þeim. Mjög auðvelt að líta niður á skjáinn og má segja að einföldustu upplýsingar, eins og hraði, sjáist alltaf svipað og í „heads up display“ í orrustuþotum og dýrum bílum.

Á tækinu eru 3 takkar við gagnaugað þar sem flett er á milli mynda sem í boði eru. Hægt er að fylgjast með hraða, hæð, vegalengt, staðsetningu, hitastigi og tíma á auðveldan máta. Þegar ferðalaginu er lokið eru gleraugun tengd við tölvu með USB snúru og hægt að skoða túrinn myndrænt.

Skjárinn er nógu stór fyrir helstu upplýsingar

Gleraugun vega 257 grömm og batteríið dugar í 7 klst.

Smellið hér fyrir video og frekari upplýsingar

4 comments to Hraðamælir á öll hjól!

Leave a Reply