Fyrirlestur um fatnað á fjöllum

FUS_logo.JPGSlóðavinir standa fyrir viðburðinum Fatnaður á fjöllum, sem fram fer á miðvikudaginn 16. febrúar, kl. 20:00 hjá Arctic Trucks, Kletthálsi 3.

Í heimsókn á fundinn kemur Jónas Guðmundsson frá Landsbjörg og fjallar um fatnað á fjöllum. Jónas hefur margra áratuga reynslu af fjallaferðum og björgunarstörfum. Hann mun fara yfir þau atriði sem skipta okkur máli þegar fatnaður er valinn fyrir fjallaferðir, hvort sem farið er að sumri eða vetri. Hann kemur til með að fara í ofkælingu og vekja athygli á góðum venjum fyrir ferðafólk.

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir

Ein hugrenning um “Fyrirlestur um fatnað á fjöllum”

Skildu eftir svar