Supercrossið veldur ekki vonbrigðum

Ameríska supercrossið er komið á fullt skrið þetta árið. Í gærkvöldi var önnur umferðin haldin í Fönix og ekkert var gefið eftir. Sigurvegarinn var…

Stewart á undan Villopoto
James Stewart. Hann skaust fyrstur uppúr holunni og hélt forystunni til loka. Ryan Villopoto var stutt á eftir honum og veitti honum nokkuð harða keppni en datt og missti taktinn. Restin var auðveld fyrir Stewart en Villopoto náði að komast á fætur aftur og halda öðru sætinu og forystunni í stigakeppninni.
Try Canard heldur áfram að gera góða hluti og náði þriðja sæti. Windham var í toppbaráttunni en lenti í vandræðum þegar hann var að hringa keppanda og féll úr leik. Chad Reed og Ryan Dungey börðust um fjórða sætið sem Reed náði.

<a href="http://msn.foxsports.com/video/?vid=95cbe19f-1d86-1196-5111-4c25be02c083&#038;from=IV2_en-us_foxsports_videocentral_player" target="_new" title="SX: Phoenix - 2011">Video: SX: Phoenix &#8211; 2011</a>
Lokastaðan:
1. James Stewart (Yam)
2. Ryan Villopoto (Kaw)
3. Trey Canard (Hon)
4. Chad Reed (Hon)
5. Ryan Dungey (Suz)
6. Justin Brayton (Yam)
7. Andrew Short (KTM)
8. Brett Metcalfe (Suz)
9. Kyle Chisholm (Yam)
10. Kyle Regal (Yam)

Staðan í stigakeppninni

Villopoto 47
Stewart 45
Dungey 38
Canard 38
Reed 34
Metcalfe 26
Short 25Skildu eftir svar